Alfreð fann ástina: „Þetta gerðist bara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2023 10:01 Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir. instagram síða alfreðs gíslasonar Í viðtali við þýska blaðið Bild lýsir Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, því hvernig hann fann ástina á nýjan leik. Eiginkona Alfreðs, Kara Guðrún Melstað, lést eftir baráttu við krabbamein í maí 2021. Þau höfðu verið saman frá því á unglingsaldri. Í viðtalinu við Bild segir Alfreð að það hafi ekki verið á dagskránni að finna ástina en það það gerðist samt. „Það var ekki á áætluninni. Þetta gerðist bara,“ sagði Alfreð. Kærasta hans, Hrund Gunnsteinsdóttir, hafði samband við hann eftir að hafa hlustað á viðtal við Alfreð í hlaðvarpi Snorra Björnssonar. „Hún skrifaði mér og bað um viðtal. Ég sagðist geta svarað henni næst þegar ég væri á Íslandi. Ég veitti henni viðtal og sagðist vera að fara til Akureyrar að hitta fjölskylduna á morgun en myndi koma aftur í næstu viku og þá ættum við að fá okkur að borða. Þannig byrjaði þetta; alls ekki planað.“ Hrund er af miklum handboltaættum. Systkini hennar, Skúli og Guðný, léku bæði handbolta, lengst af með Stjörnunni, og með íslenska landsliðinu. Þá þjálfaði Skúli karlalið Aftureldingar sem varð þrefaldur meistari tímabilið 1998-99. Faðir þeirra er svo Gunnsteinn Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Í fyrsta samtali Alfreðs og Hrundar kom í ljós að Gunnsteinn hafði verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í fyrstu ferð hans með því. Alfreð segist líða vel um þessar mundir. „Við pössum mjög vel saman. Ég get talað við hana um allt,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar hafa spilað vel á HM undir stjórn Alfreðs og mæta Frökkum í kvöld í átta liða úrslitum mótsins. HM 2023 í handbolta Ástin og lífið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira
Eiginkona Alfreðs, Kara Guðrún Melstað, lést eftir baráttu við krabbamein í maí 2021. Þau höfðu verið saman frá því á unglingsaldri. Í viðtalinu við Bild segir Alfreð að það hafi ekki verið á dagskránni að finna ástina en það það gerðist samt. „Það var ekki á áætluninni. Þetta gerðist bara,“ sagði Alfreð. Kærasta hans, Hrund Gunnsteinsdóttir, hafði samband við hann eftir að hafa hlustað á viðtal við Alfreð í hlaðvarpi Snorra Björnssonar. „Hún skrifaði mér og bað um viðtal. Ég sagðist geta svarað henni næst þegar ég væri á Íslandi. Ég veitti henni viðtal og sagðist vera að fara til Akureyrar að hitta fjölskylduna á morgun en myndi koma aftur í næstu viku og þá ættum við að fá okkur að borða. Þannig byrjaði þetta; alls ekki planað.“ Hrund er af miklum handboltaættum. Systkini hennar, Skúli og Guðný, léku bæði handbolta, lengst af með Stjörnunni, og með íslenska landsliðinu. Þá þjálfaði Skúli karlalið Aftureldingar sem varð þrefaldur meistari tímabilið 1998-99. Faðir þeirra er svo Gunnsteinn Skúlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Í fyrsta samtali Alfreðs og Hrundar kom í ljós að Gunnsteinn hafði verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í fyrstu ferð hans með því. Alfreð segist líða vel um þessar mundir. „Við pössum mjög vel saman. Ég get talað við hana um allt,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar hafa spilað vel á HM undir stjórn Alfreðs og mæta Frökkum í kvöld í átta liða úrslitum mótsins.
HM 2023 í handbolta Ástin og lífið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira