„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2023 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar áður en hann tók við uppeldisfélaginu Haukum á yfirstandandi leiktíð. Seinni bylgjan „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27