Við segjum frá enn einni hrikalegri skotárás í Bandaríkjunum, að þessu sinni myrti skotmaður að minnsta kosti tíu og særði tíu til viðbótar í bæ við Los Angeles.
Við sýnum myndir af því þegar varðskipið Freyja dregur togara en um borð er forsetinn sem ætlaði að fara á minningarathöfn um snjóflóðin á Patreksfirði fyrir 40 árum.
Þá sýnum við magnaðar myndir af Búrhval sem virðist hafa drepist við það að veiðarfæri vafðist utan um haus hans. Hræið sást við innri Njarðvík í gær.
Við segjum frá slúðursíðum á netinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.
Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.