Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 15:56 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Mont-de-Marsan herstöðina í suðvesturhluta Frakklands í dag. Þar hélt hann ræðu þar sem hann opinberaði áætlun sína um mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. AP/Bob Edme Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn. Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn.
Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira