Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2023 13:34 Páll Matthíasson var forstjóri Landspítalans í átta ár. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. Skúli sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa sex sinnum sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skúli tjáði sig um málið í fyrsta sinn í dag og segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna í málinu skýra. Allir sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum. Rannsókn málsins er á lokastigum og á leið í ákærumeðferð. Fram kom í fréttum í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum. Skúli Tómas er ekki aðeins hjartalæknir heldur einn mesti listaverkasafnari Íslands. Færsla hans fær töluverðan stuðning á Facebook frá fólki úr ýmsum áttum. Meðal annars Páli Matthíassyni, geðlækni og forstjóra Landspítalans frá 2013 til 2021. „Gangi þér sem allra best Skúli. Sú einhliða umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um þetta mál er því fréttafólki sem á bak við stendur til skammar - og Blaðamannafélaginu, þegar til þess er litið að þessi einhliða umfjöllun og meðfylgjandi mannorðsmorð var skreytt verðlaunum!“ Páll vísar þar til þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fékk Blaðamannaverðlaun Íslands í fyrra fyrir umfjöllun sína um málið. Páll finnur meðal annars að því að Skúli Tómas hafi verið nafngreindur í umfjöllun fjölmiðla. „Blasir það ekki við að í svona viðkvæmum málum þá geta þeir heilbrigðisstarfsmenn sem undir ásökun sitja ekki tjáð sig? Væri þá ekki eðlilegra að bíða með umfjöllun -eða í það minnsta ekki nafngreina fólk? Eða er það aflagt að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? - Þessi heygaflastemning á torgum ætti að tilheyra myrkri fornöld!“ Undir þetta taka fleiri í læknastéttinni. Þeirra á meðal Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala. Hulda Hjartardóttir er reynslumikill yfirlæknir á Landspítalanum.Landspítalinn „Umfjöllun fjölmiðla í þessu máli eins og svo mörgum er byggð á einhliða upplýsingum og fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirsagnir í æsifréttastíl til að fá fréttirnar lesnar án tillits til manneskjunnar sem stendur á bakvið málið. Vona að málið fái réttláta umfjöllun á þeim vettvangi sem það á heima á.“ Miskunnarlaus fréttamennska segir Ragnar Freyr Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með þessu máli. Málið hafi verið keyrt áfram af dæmalausri hörku. Ragnar Freyr Ingvarsson var yfirmaður á Covid-deild Landspítalans í heimsfaraldri kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm „Ég þekki það kannski betur en flestir - þar sem ég hef unnið með [Skúla Gunnlaugssyni] síðustu árin - og þekki hann bara af góðu,“ segir Ragnar Freyr á Facebook-síðu sinni. „Nú virðast rannsókn lögreglu benda til þess að lítið sem ekkert sé að baki þessum alvarlegu ásökunum. Sama „fréttin“ dunið á landsmönnum liðin tvö ár þegar málið er í eðlilegum farvegi lögreglu. Og ennþá heldur þessi miskunnarlausa fréttamennska áfram - fjölmiðlar virðast sem rannsakandi, kærandi og dómari!“ segir Ragnar Freyr. Gunnlaugur Sigfússon reynslumikill og verðlaunaður barnahjartalæknir óskar Skúla góðs gengis. „Það er með ólíkindum hvernig þetta mál hefur verið sett fram í fjölmiðlum og nokkuð sem við sem þekkjum þig af góðu einu höfum harmað mjög, en mest í hljóði hingað til. Sérlega gott að heyra frá þér núna og vonandi fer þetta allt vel héðan í frá.“ Fjölmargir fleiri heilbrigðisstarfsmenn „læka“ færslu Skúla Tómasar frá því í dag eða styðja hann með hlýjum orðum við færsluna. Fagleg vanræksla og mistök Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði ítarlegri skýrslu um störf hans er varðaði einn sjúklinginn, konu á áttræðisaldri. Þar kom meðal annars fram að landlæknir áliti að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða, þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Þá hafi læknar HSS sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafi mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi heilsufarsvandamálum. Aðstandendur konunnar ræddu málið í samtali við fréttastofu í ágúst 2021. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti við Ríkisútvarpið í vikunni að rannsókn málsins væri á lokastigi. Þaðan færi það í ákærumeðferð. Landspítalinn Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skúli sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa sex sinnum sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skúli tjáði sig um málið í fyrsta sinn í dag og segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna í málinu skýra. Allir sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum. Rannsókn málsins er á lokastigum og á leið í ákærumeðferð. Fram kom í fréttum í gær að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum en hefði þó ekki umsjón með sjúklingum. Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknisins segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum. Skúli Tómas er ekki aðeins hjartalæknir heldur einn mesti listaverkasafnari Íslands. Færsla hans fær töluverðan stuðning á Facebook frá fólki úr ýmsum áttum. Meðal annars Páli Matthíassyni, geðlækni og forstjóra Landspítalans frá 2013 til 2021. „Gangi þér sem allra best Skúli. Sú einhliða umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum um þetta mál er því fréttafólki sem á bak við stendur til skammar - og Blaðamannafélaginu, þegar til þess er litið að þessi einhliða umfjöllun og meðfylgjandi mannorðsmorð var skreytt verðlaunum!“ Páll vísar þar til þess að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fékk Blaðamannaverðlaun Íslands í fyrra fyrir umfjöllun sína um málið. Páll finnur meðal annars að því að Skúli Tómas hafi verið nafngreindur í umfjöllun fjölmiðla. „Blasir það ekki við að í svona viðkvæmum málum þá geta þeir heilbrigðisstarfsmenn sem undir ásökun sitja ekki tjáð sig? Væri þá ekki eðlilegra að bíða með umfjöllun -eða í það minnsta ekki nafngreina fólk? Eða er það aflagt að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? - Þessi heygaflastemning á torgum ætti að tilheyra myrkri fornöld!“ Undir þetta taka fleiri í læknastéttinni. Þeirra á meðal Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala. Hulda Hjartardóttir er reynslumikill yfirlæknir á Landspítalanum.Landspítalinn „Umfjöllun fjölmiðla í þessu máli eins og svo mörgum er byggð á einhliða upplýsingum og fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fyrirsagnir í æsifréttastíl til að fá fréttirnar lesnar án tillits til manneskjunnar sem stendur á bakvið málið. Vona að málið fái réttláta umfjöllun á þeim vettvangi sem það á heima á.“ Miskunnarlaus fréttamennska segir Ragnar Freyr Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með þessu máli. Málið hafi verið keyrt áfram af dæmalausri hörku. Ragnar Freyr Ingvarsson var yfirmaður á Covid-deild Landspítalans í heimsfaraldri kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm „Ég þekki það kannski betur en flestir - þar sem ég hef unnið með [Skúla Gunnlaugssyni] síðustu árin - og þekki hann bara af góðu,“ segir Ragnar Freyr á Facebook-síðu sinni. „Nú virðast rannsókn lögreglu benda til þess að lítið sem ekkert sé að baki þessum alvarlegu ásökunum. Sama „fréttin“ dunið á landsmönnum liðin tvö ár þegar málið er í eðlilegum farvegi lögreglu. Og ennþá heldur þessi miskunnarlausa fréttamennska áfram - fjölmiðlar virðast sem rannsakandi, kærandi og dómari!“ segir Ragnar Freyr. Gunnlaugur Sigfússon reynslumikill og verðlaunaður barnahjartalæknir óskar Skúla góðs gengis. „Það er með ólíkindum hvernig þetta mál hefur verið sett fram í fjölmiðlum og nokkuð sem við sem þekkjum þig af góðu einu höfum harmað mjög, en mest í hljóði hingað til. Sérlega gott að heyra frá þér núna og vonandi fer þetta allt vel héðan í frá.“ Fjölmargir fleiri heilbrigðisstarfsmenn „læka“ færslu Skúla Tómasar frá því í dag eða styðja hann með hlýjum orðum við færsluna. Fagleg vanræksla og mistök Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði ítarlegri skýrslu um störf hans er varðaði einn sjúklinginn, konu á áttræðisaldri. Þar kom meðal annars fram að landlæknir áliti að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða, þar sem endurteknum, alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Þá hafi læknar HSS sýnt af sér vanrækslu og hirðuleysi gagnvart augljósum næringarvandamálum og staðfestum bætiefnaskorti sem hafi mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi heilsufarsvandamálum. Aðstandendur konunnar ræddu málið í samtali við fréttastofu í ágúst 2021. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti við Ríkisútvarpið í vikunni að rannsókn málsins væri á lokastigi. Þaðan færi það í ákærumeðferð.
Landspítalinn Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35