Háskólamenntun í hættu Alexandra Ýr van Erven skrifar 17. janúar 2023 13:30 Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar