Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2023 20:06 Öflug og flott starfsemi fer fram hjá eldri borgurum í Grundarfirði þar sem alltaf er nóg um að vera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað. Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað.
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira