Langlífir og hamingjusamir en um leið methafar í lyfjanotkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 20:00 Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir segir brýnt að skoða hvað valdi því að Íslendingar setja hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Á sama tíma sé langlífi og hamingja mikil hér samanborið við önnur lönd. Vísir/Arnar Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma. Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum. Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum.
Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira