Langlífir og hamingjusamir en um leið methafar í lyfjanotkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 20:00 Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir segir brýnt að skoða hvað valdi því að Íslendingar setja hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Á sama tíma sé langlífi og hamingja mikil hér samanborið við önnur lönd. Vísir/Arnar Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma. Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum. Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum.
Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira