Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Jón Magnús Kristjánsson leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra. VÍSIR/ARNAR Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44