Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Jón Magnús Kristjánsson leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra. VÍSIR/ARNAR Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðaþjónustu, leiddi vinnu hópsins en hann segir töluverðar áskoranir í bráðaþjónustu á landsvísu, ekki síst á landsbyggðinni. „Það hefur hingað til ekki verið heildaryfirlit yfir þjónustuna á landsvísu og það hefur verið mjög mismunandi hvernig heilsugæslustöðvar og sjúkrahús heilbrigðisstofnana hafa verið tækjum búin til að geta skipulagt sína þjónustu,“ segir hann. Teymið lagði meðal annars til að stofnuð yrði svokölluð bráðafjarheilbrigðismiðstöð og snýr tillagan sem talin er vænlegust til árangurs að því að fjarskiptalæknir hefji störf. Hann verði einn til að byrja með og myndi þá starfa utan dagvinnutíma á virkum dögum. Um er að ræða kerfi að erlendri fyrirmynd sem yrði aðlagað íslenskum aðstæðum. Hægt að byrja tiltölulega fljótt „Það ætti að vera hægt að byrja með þessa starfsemi tiltölulega fljótt, það er innan þriggja mánaða eða eitthvað svoleiðis, og síðan að útvíkka hana yfir í sólarhringsþjónustu á um það bil tveimur árum,“ segir Jón. „Kostnaðurinn verður í kringum 230 milljónir á ári þegar þetta er orðið sólarhringsþjónusta en þetta fyrsta ár þá yrði kostnaðurinn sirka hundrað milljónir,“ segir hann enn fremur. Hvað aðrar tillögur varðar er tímaramminn oftast eitt til tvö ár en annars allt að fimm ár. Kostnaðurinn er ekki mikill, sérstaklega í ljósi þess að heilbrigðisráðherra hefur þegar veitt 330 milljónum í kaup á tækjabúnað. Fjarskiptalæknirinn feli í sér mestan kostnað „Það eru ekki mjög margar tillögur af þessum 39 sem fela einhvern verulegan kostnað í för með sér. Mest snýst þetta um samvinnu, samhæfingu og gæðamál. En það eru þarna nokkrar tillögur sem fela í sér kostnað og þessi með fjarskiptalækninn er sínu stærst,“ segir Jón. Þó tillögurnar séu af ýmsum toga og snúi að hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum þá er þeim ekki ætlað að lagfæra þann gríðarlegan vanda sem bráðamóttaka Landspítala standi fyrir. Vandinn þar sé af örlítið öðrum toga en vandinn á landsvísu. „Það er verið að vinna að því annars staðar, það er svolítið forsenda þessarar skýrslu að sú vinna haldi áfram. Hins vegar mun þetta bæta bráðaþjónustu í heild sinni fyrir landið allt og koma því í betra horf,“ segir Jón.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsugæsla Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44