Áttundi sigur ÍBV í röð sem er nú jafnt Val á toppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 16:32 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið frábær hjá ÍBV að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 30-28 sigur á Haukum þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í dag. Þá vann KA/Þór þægilegan sigur á HK á heimavelli sínum á Akureyri. ÍBV hefur verið að gera góða hluti í Olís-deild kvenna að undanförnu og meðal annars unnið bæði Val og Stjörnuna á útivelli í síðustu tveimur leikjum. Haukar voru í fimmta sæti deildarinnar fyrir umferðina í dag, fimm stigum á eftir Fram. Það voru þó gestirnir í Haukum sem byrjuðu betur í dag. Þær voru með frumkvæðið í upphafi og náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins náði ÍBV áhlaupi, komst í fyrsta sinn yfir í stöðunni 13-12 og leiddi með einu marki yfir í hálfleik. Eyjakonur byrjuðu svo síðari hálfleikinn af krafti. Þær skoruðu fyrstu fjögur mörkin og lögðu grunninn að sigrinum. Haukar náðu aldrei að koma til baka og forysta ÍBV varð mest sjö mörk. Lokatölur 30-28 og eftir jafntefli Vals og Stjörnunnar í dag eru ÍBV og Valur nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst hjá ÍBV í dag með tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk. Hjá Haukum skoraði Elín Klara Þorkelsdóttir átta mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir sex. KA/Þór í fimmta sætið Þá fékk KA/Þór heimsókn frá HK til Akureyrar í leik tveggja liða í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA/Þór komst fjórum mörkum yfir í stöðunni 9-5 rétt um miðjan fyrri hálfleikinn. Í leikhléi var staðan 14-8 heimakonum í vil og brekkan orðin nokkuð brött fyrir gestina úr Kópavoginum. KA/Þór hélt síðan frumkvæðinu allan síðari hálfleikinn. HK minnkaði muninn mest niður í þrjú mörk en þá setti KA/Þór í næsta gír og vann að lokum öruggan átta marka sigur, lokatölur 25-17. Markahæst í liði KA/Þór var Rut Jónsdóttir með sjö mörk en Nathalia Soares Baliana skoraði fimm. Inga Dís Jóhannsdóttir var hins vegar markahæst á vellinum en hún skoraði níu mörk fyrir HK. Matea Lonac var með 35% markvörslu í liði KA/Þór en Margrét Ýr Björnsdóttir varði 32% þeirra skota sem hún fékk á sig í marki HK. Olís-deild kvenna ÍBV Haukar KA Þór Akureyri HK Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira
ÍBV hefur verið að gera góða hluti í Olís-deild kvenna að undanförnu og meðal annars unnið bæði Val og Stjörnuna á útivelli í síðustu tveimur leikjum. Haukar voru í fimmta sæti deildarinnar fyrir umferðina í dag, fimm stigum á eftir Fram. Það voru þó gestirnir í Haukum sem byrjuðu betur í dag. Þær voru með frumkvæðið í upphafi og náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins náði ÍBV áhlaupi, komst í fyrsta sinn yfir í stöðunni 13-12 og leiddi með einu marki yfir í hálfleik. Eyjakonur byrjuðu svo síðari hálfleikinn af krafti. Þær skoruðu fyrstu fjögur mörkin og lögðu grunninn að sigrinum. Haukar náðu aldrei að koma til baka og forysta ÍBV varð mest sjö mörk. Lokatölur 30-28 og eftir jafntefli Vals og Stjörnunnar í dag eru ÍBV og Valur nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst hjá ÍBV í dag með tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk. Hjá Haukum skoraði Elín Klara Þorkelsdóttir átta mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir sex. KA/Þór í fimmta sætið Þá fékk KA/Þór heimsókn frá HK til Akureyrar í leik tveggja liða í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA/Þór komst fjórum mörkum yfir í stöðunni 9-5 rétt um miðjan fyrri hálfleikinn. Í leikhléi var staðan 14-8 heimakonum í vil og brekkan orðin nokkuð brött fyrir gestina úr Kópavoginum. KA/Þór hélt síðan frumkvæðinu allan síðari hálfleikinn. HK minnkaði muninn mest niður í þrjú mörk en þá setti KA/Þór í næsta gír og vann að lokum öruggan átta marka sigur, lokatölur 25-17. Markahæst í liði KA/Þór var Rut Jónsdóttir með sjö mörk en Nathalia Soares Baliana skoraði fimm. Inga Dís Jóhannsdóttir var hins vegar markahæst á vellinum en hún skoraði níu mörk fyrir HK. Matea Lonac var með 35% markvörslu í liði KA/Þór en Margrét Ýr Björnsdóttir varði 32% þeirra skota sem hún fékk á sig í marki HK.
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar KA Þór Akureyri HK Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sjá meira