Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 20:30 Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira