Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 15:34 Mikinn reyk mátti sjá koma frá bátnum þegar fólk í nálægð varð vart við eldinn. Slökkt var í eldinum á endanum uppi í fjöru. Aðsent/Adolf Erlingsson, Landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér. Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér.
Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15
Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11