Hugleiðingar um skipulagsmál Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. janúar 2023 08:32 Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Skipulag Viðreisn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun