Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 22:55 Lula var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um árásina á opinberar byggingar í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu. Horacio Villalobos/Getty Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu. Brasilía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira