Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 22:55 Lula var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um árásina á opinberar byggingar í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu. Horacio Villalobos/Getty Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu. Brasilía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Forsetinn, Luiz Inácio Lula da Silva, oftast þekktur sem Lula, sagði ekkert fordæmi fyrir atburðum dagsins. Múgurinn réðst inn í þinghúsið, hæstarétt Brasilíu og umkringdi forsetahöllina. Um var að ræða stuðningsmenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem laut í lægra haldi fyrir Lula í kosningum síðastliðið haust. Stuðningsmenn Bolsonaros hafa ítrekað neitað að viðurkenna sigur Lula í kosningunum og telja brögð hafa verið í tafli, án þess að sýnt hafi verið fram á slíkt. Múgnum var mætt með táragasi en lögreglu tókst þrátt fyrir það ekki að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í byggingarnar, en hefur síðan náð stjórn á aðstæðum. Gagnrýndi lögreglu Lula kallaði fólkið sem réðst inn í „byggingarnar skemmdarvarga og fasista“ og hét því að draga það til ábyrgðar. Þá var hann einnig óánægður með vinnubrögð lögreglunnar. „Það sést vel á myndum að [lögreglumenn] beina fólki inn í Praca dos Tres Poderes,“ sem er byggingin sem um ræðir. Í myndböndum frá Brasilíu má sjá einhverja lögreglumannanna taka myndir af sér og hlæja með mótmælendum. „Við munum finna út hver stendur að baki skemmdarvörgunum og þeir munu fá að finna fyrir lagalegum afleiðingum þessa,“ hefur BBC eftir Lula. Lögregla virðist nú hafa náð stjórn á aðstæðum í byggingunum en til mikilla átaka kom milli múgsins og einhverra úr liði lögreglu. Þá var ráðist á slökkviliðsmenn auk þess sem rúður þinghússins voru brotnar og mótmælendur brutu sér leið inn í þingsalinn sjálfan, þar sem þeir létu öllum illum látum. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn, en þó liggur ekki fyrir hversu margir. Lula er ekki staddur í höfuðborginni sem stendur, heldur er hann í São Paulo í suðurhluta Brasilíu.
Brasilía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira