Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2023 12:00 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segir mikla mengun í borginni mjög alvarlegt vandamál. Vísir Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira