Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands tilbúið á vettvangi að sinna ökumanni bifreiðarinnar.
Slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná viðkomandi út úr bílnum. Verið var að sinna þeim slasaða á vettvangi um klukkan hálf tvö. Hann verður svo fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.