„Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2023 19:15 Sóttvarnalæknir segir óljóst hvert ástandið sé í Kína þegar kemur að faraldrinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira