Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 3. janúar 2023 17:10 Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42. Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42.
Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent