Kolefnishlutlaus framtíð Haukur Logi Jóhannsson, Guðmundur Sigbergsson og Gunnar S. Magnússon skrifa 2. janúar 2023 11:30 Ímyndaðu þér heim þar sem kolefnishlutleysi hefur verið náð. Hvernig komumst við þangað? Næstu ár munu skipta sköpum ef við eigum að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus árið 2050 bæði hér á Íslandi sem og um allan heim. Til þess að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum þarf sterka og framsækna forystu úr röðum stjórnmála- og viðskiptalífs ásamt viðvarandi stuðningi og aðhaldi borgaralegs samfélags. Til að uppfylla loforð sem við höfum undirgengst í alþjóðlegum sáttmálum á vettvangi stjórnmála og í okkar eigin loftslagsstefnum meðal fyrirtækja hér á landi þurfum við skilvirkt regluverk sem hjálpar fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríki að ná markmiðum sínum. Hvar erum við stödd? Ef við lítum á þetta sem vegferð má segja að íslenskt samfélag sé lagt af stað. Við eigum samt langt ferðalagið fyrir höndum. Nú hefur sem dæmi 6. grein Parísarsamningsins verið útfærð nánar en í henni er löndum heimilað að starfa saman að þeim markmiðum um að draga úr losun sem sett eru fram í áætlunum þeirra. Þeim er þannig heimilt að flytja kolefniseiningar á milli landa sem fást með samdrætti í losun eða hægt er að leiðrétta fyrir í NDC (Nationally Determined Contributions). Þetta er gert til þess að aðstoða lönd við að uppfylla markmið sín og eru þetta ákveðin tímamót. Ísland hefur hins vegar „ekki enn undirbúið sína aðkomu að 6. greininni og þörf á að skilgreina hér stjórnvald sem hefur umboð til þess að uppfylla ábyrgð Íslands hvað þetta varðar“ eins og kom fram í erindi Halldórs Þorgeirssonar, formanns Loftslagsráðs, á kynningarfundi um kolefnisjöfnun sem haldinn var á dögunum. Ekki síst í ljósi þess að Íslandi gekk illa að standa við sínar skuldbindingar undir Kyoto bókuninni. Þetta er einn anginn af því sem betur má fara í aðgerðum eða öllu heldur aðgerðaleysi stjórnvalda. Víða er þörf á að bæta verulega í bæði hvað varðar fjármagn sem og aðgerðir ef við ætlum að ná markmiðum okkar. Kolefnismarkaðir og mikilvægi þeirra Kolefnismarkaðir eru tiltölulega nýir að nálinni og til útskýringar er tilgangur þeirra fyrst og fremst að vera viðskiptakerfi þar sem kolefniseiningar eru keyptar eða seldar til að ná fram og framselja árangur í loftslagsmálum. Ein viðskiptahæf kolefniseining jafngildir einu tonni af losun koltvísýrings eða samsvarandi magni af losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verið minnkuð, bundin eða fyrirbyggð. Gagnsæir og ábyrgir kolefnismarkaðir geta stuðlað að meiri hraða í þeirri umbreytingu sem þarf að eiga sér stað. Það gera þeir með því að setja ákveðið verð á losun en á sama tíma skapa efnahagslega hvata á samdrátt í losun. Þeir að sama skapi veita fjármagn í ýmsar loftslagslausnir sem annaðhvort eru þegar komin á legg eða eru í pípunum. Nú þegar tekist hefur að landa 6. grein Parísarsáttmálans má búast við því að kolefnismarkaðir muni fara á flug. Ísland verður því að leggjast í þá vinnu að undirbúa sína aðkomu að 6. greininni og það verður að gerast hratt. Staðlar fyrir loftslagið Þegar við hugsum okkur kolefnishlutlausa framtíð og hvernig við komumst þangað er margt sem við þurfum að taka með inn í þá mynd. Baráttan við loftslagsvána verður ekki háð á einum vettvangi né er til einhvern ein hagkvæm lausn við vandanum. Verkefnið þarf að nálgast út frá öllum hliðum og þarf að velta við hverjum steini. Það sem þetta á þó allt sameiginlegt er að það þarf að vera samræmi í því sem við gerum og hvernig við gerum það. Alþjóðlegir staðlar geta sett mælikvarða fyrir fyrirtæki og eftirlitsaðila til að setja upp trúverðugan vegvísi og samræmt aðgerðir okkar öllum til hagsbóta og einföldunar. Fjöldi staðla hafa nú þegar verið útgefnir og fleiri á leiðinni sem munu aðstoða stjórnvöld og fyrirtæki við að ná markmiðum sínum. Nýlega gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun ÍST TS 92 sem er ákveðinn leikbreytir bæði fyrir fyrirtæki og kolefnisbókhald þeirra sem og loftslagsverkefni hér á landi. Á COP 27 í Egyptalandi gáfu Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO út leiðbeiningar fyrir ríki og fyrirtæki til að ná kolefnishlutleysi og ýmislegt annað er hægt að telja til sem er mjög gagnlegt í baráttunni við loftslagsvána. Staðlar eru unnir á víðum vettvangi með þátttöku sérfræðinga og hagsmunaaðila sem setja sér sjálfviljugir ákveðnar leikreglur til að fylgja. Þetta gerir það að verkum að margir vilja nota staðla því þeir verða til í grasrótinni ef þannig má að orði komast. Staðlar geta stuðlað að aðgerðum í loftslagsmálum með því að setja samræmdan og áreiðanlegan ramma fyrir það hvernig draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda og með því að stuðla að sjálfbærum starfsvenjum. Staðlar geta t.d. veitt leiðbeiningar um orkunýtni, endurnýjanlega orku og skýrslugjöf um losun kolefnis, sem getur hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum að hrinda í framkvæmd skilvirkum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Þar að auki geta staðlar stuðlað að því að tryggja að vörur og þjónusta, sem eru hönnuð til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum, s.s. endurnýjanleg orkutækni og orkunýtin tæki, séu örugg, áreiðanleg og skilvirk. Á heildina litið geta staðlar gegnt veigamiklu hlutverki í að styðja við og hraða aðgerðum í loftslagsmálum. Við getum þetta Þegar við munum horfa í baksýnisspegilinn og markmiðinu er náð munum við sjá hvernig við gerðum þetta. Kolefnismarkaðir og staðlaðar aðgerðir verða stór þáttur í okkar vegferð. Og án þeirra verður sigur ekki unnin. En það þarf miklu meira til en það tvennt, við þurfum að virkja allt og alla til þess að ná árangri sem getur talist varanlegur. Við munum öll þurfa að færa fórnir til að ná þessum háleitu markmiðum okkar og án þess verður enginn árangur. En með samstilltu átaki og stöðluðum aðgerðum er hins vegar hægt að ná mýkri lendingu öllum til hagsbóta, þá sérstaklega fyrir framtíðar kynslóðir þessa lands. Höfundar eru: Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri loftslagsverkefna hjá Staðlaráði Íslands Guðmundur Sigbergsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri Sjálfbærni hjá Deloitte á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem kolefnishlutleysi hefur verið náð. Hvernig komumst við þangað? Næstu ár munu skipta sköpum ef við eigum að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus árið 2050 bæði hér á Íslandi sem og um allan heim. Til þess að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum þarf sterka og framsækna forystu úr röðum stjórnmála- og viðskiptalífs ásamt viðvarandi stuðningi og aðhaldi borgaralegs samfélags. Til að uppfylla loforð sem við höfum undirgengst í alþjóðlegum sáttmálum á vettvangi stjórnmála og í okkar eigin loftslagsstefnum meðal fyrirtækja hér á landi þurfum við skilvirkt regluverk sem hjálpar fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríki að ná markmiðum sínum. Hvar erum við stödd? Ef við lítum á þetta sem vegferð má segja að íslenskt samfélag sé lagt af stað. Við eigum samt langt ferðalagið fyrir höndum. Nú hefur sem dæmi 6. grein Parísarsamningsins verið útfærð nánar en í henni er löndum heimilað að starfa saman að þeim markmiðum um að draga úr losun sem sett eru fram í áætlunum þeirra. Þeim er þannig heimilt að flytja kolefniseiningar á milli landa sem fást með samdrætti í losun eða hægt er að leiðrétta fyrir í NDC (Nationally Determined Contributions). Þetta er gert til þess að aðstoða lönd við að uppfylla markmið sín og eru þetta ákveðin tímamót. Ísland hefur hins vegar „ekki enn undirbúið sína aðkomu að 6. greininni og þörf á að skilgreina hér stjórnvald sem hefur umboð til þess að uppfylla ábyrgð Íslands hvað þetta varðar“ eins og kom fram í erindi Halldórs Þorgeirssonar, formanns Loftslagsráðs, á kynningarfundi um kolefnisjöfnun sem haldinn var á dögunum. Ekki síst í ljósi þess að Íslandi gekk illa að standa við sínar skuldbindingar undir Kyoto bókuninni. Þetta er einn anginn af því sem betur má fara í aðgerðum eða öllu heldur aðgerðaleysi stjórnvalda. Víða er þörf á að bæta verulega í bæði hvað varðar fjármagn sem og aðgerðir ef við ætlum að ná markmiðum okkar. Kolefnismarkaðir og mikilvægi þeirra Kolefnismarkaðir eru tiltölulega nýir að nálinni og til útskýringar er tilgangur þeirra fyrst og fremst að vera viðskiptakerfi þar sem kolefniseiningar eru keyptar eða seldar til að ná fram og framselja árangur í loftslagsmálum. Ein viðskiptahæf kolefniseining jafngildir einu tonni af losun koltvísýrings eða samsvarandi magni af losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur verið minnkuð, bundin eða fyrirbyggð. Gagnsæir og ábyrgir kolefnismarkaðir geta stuðlað að meiri hraða í þeirri umbreytingu sem þarf að eiga sér stað. Það gera þeir með því að setja ákveðið verð á losun en á sama tíma skapa efnahagslega hvata á samdrátt í losun. Þeir að sama skapi veita fjármagn í ýmsar loftslagslausnir sem annaðhvort eru þegar komin á legg eða eru í pípunum. Nú þegar tekist hefur að landa 6. grein Parísarsáttmálans má búast við því að kolefnismarkaðir muni fara á flug. Ísland verður því að leggjast í þá vinnu að undirbúa sína aðkomu að 6. greininni og það verður að gerast hratt. Staðlar fyrir loftslagið Þegar við hugsum okkur kolefnishlutlausa framtíð og hvernig við komumst þangað er margt sem við þurfum að taka með inn í þá mynd. Baráttan við loftslagsvána verður ekki háð á einum vettvangi né er til einhvern ein hagkvæm lausn við vandanum. Verkefnið þarf að nálgast út frá öllum hliðum og þarf að velta við hverjum steini. Það sem þetta á þó allt sameiginlegt er að það þarf að vera samræmi í því sem við gerum og hvernig við gerum það. Alþjóðlegir staðlar geta sett mælikvarða fyrir fyrirtæki og eftirlitsaðila til að setja upp trúverðugan vegvísi og samræmt aðgerðir okkar öllum til hagsbóta og einföldunar. Fjöldi staðla hafa nú þegar verið útgefnir og fleiri á leiðinni sem munu aðstoða stjórnvöld og fyrirtæki við að ná markmiðum sínum. Nýlega gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun ÍST TS 92 sem er ákveðinn leikbreytir bæði fyrir fyrirtæki og kolefnisbókhald þeirra sem og loftslagsverkefni hér á landi. Á COP 27 í Egyptalandi gáfu Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO út leiðbeiningar fyrir ríki og fyrirtæki til að ná kolefnishlutleysi og ýmislegt annað er hægt að telja til sem er mjög gagnlegt í baráttunni við loftslagsvána. Staðlar eru unnir á víðum vettvangi með þátttöku sérfræðinga og hagsmunaaðila sem setja sér sjálfviljugir ákveðnar leikreglur til að fylgja. Þetta gerir það að verkum að margir vilja nota staðla því þeir verða til í grasrótinni ef þannig má að orði komast. Staðlar geta stuðlað að aðgerðum í loftslagsmálum með því að setja samræmdan og áreiðanlegan ramma fyrir það hvernig draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda og með því að stuðla að sjálfbærum starfsvenjum. Staðlar geta t.d. veitt leiðbeiningar um orkunýtni, endurnýjanlega orku og skýrslugjöf um losun kolefnis, sem getur hjálpað fyrirtækjum og einstaklingum að hrinda í framkvæmd skilvirkum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Þar að auki geta staðlar stuðlað að því að tryggja að vörur og þjónusta, sem eru hönnuð til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum, s.s. endurnýjanleg orkutækni og orkunýtin tæki, séu örugg, áreiðanleg og skilvirk. Á heildina litið geta staðlar gegnt veigamiklu hlutverki í að styðja við og hraða aðgerðum í loftslagsmálum. Við getum þetta Þegar við munum horfa í baksýnisspegilinn og markmiðinu er náð munum við sjá hvernig við gerðum þetta. Kolefnismarkaðir og staðlaðar aðgerðir verða stór þáttur í okkar vegferð. Og án þeirra verður sigur ekki unnin. En það þarf miklu meira til en það tvennt, við þurfum að virkja allt og alla til þess að ná árangri sem getur talist varanlegur. Við munum öll þurfa að færa fórnir til að ná þessum háleitu markmiðum okkar og án þess verður enginn árangur. En með samstilltu átaki og stöðluðum aðgerðum er hins vegar hægt að ná mýkri lendingu öllum til hagsbóta, þá sérstaklega fyrir framtíðar kynslóðir þessa lands. Höfundar eru: Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri loftslagsverkefna hjá Staðlaráði Íslands Guðmundur Sigbergsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri Sjálfbærni hjá Deloitte á Íslandi
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun