Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 11:13 Úkraínumenn gerðu árásina með HIMARS-eldflaugakerfum sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman. Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Skólinn er nú rústir einar en skotfæri munu einnig hafa verið geymd í kjallara skólans. Yfirvöld í Rússlandi og á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa ekkert sagt um árásina en mikið hefur verið rætt um hana meðal rússneskra herbloggara. Þeir eru mjög virkir í Rússlandi og hafa margir hverjir góða heimildarmenn í rússneska hernum. Þeir hafa heilt yfir fordæmt atvikið og gagnrýnt leiðtoga hersins alvarlega fyrir að smala svo mörgum hermönnum saman á einn stað. Einnig hefur það verið harðlega gagnrýnt að skotfæri hafi verið geymd á sama stað. Ekkert virðist hafa verið fjallað um árásina í ríkismiðlum Rússlands. Miðillinn Moscow Times hefur þó fjallað um árásina. Uppfært 13:30: Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir minnst 63 hermenn hafa fallið í árásinni. Herbloggararnir í Rybar segja að um sex hundruð hermenn hafi verið í skólanum. Myndbönd af rústum skólans hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. The Russian base in Makiivka is but dust. HIMARS have delivered absolute carnage. An expected response for the Russian Shahed terror attacks on New Years Eve and the newest reminder that no matter where Russians position themselves, they are not safe. #Ukraine #Donetsk #Makiivka pic.twitter.com/Pfguo4phIK— (((Tendar))) (@Tendar) January 1, 2023 Úkraínumenn hafa tjáð sig lítillega um árásina og segja allt að fjögur hundruð Rússa hafa fallið í henni og um þrjú hundruð hafi særst. Rússneskir herbloggarar hafa slegið á svipaða strengi og segja að enn sé mikið af líkum í rústum skólans. Igor Girkin, sem var áður einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að margra sé saknað. Líklega séu mörg hundruð menn fallnir. Varnarmálaráðuneyti ríkisins birti myndband af HIMARS-eldflaugakerfi að morgni nýársdags. Með myndbandinu fylgdi textinn „Óvænt ánægja!“ eða „Surprise“. Surprise! pic.twitter.com/R0gSLvm2LN— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 1, 2023 Útlit er fyrir að um kvaðmenn hafi verið að ræða, það er að segja menn sem skikkaðir hafa verið til herþjónustu, en mennirnir eru sagðir koma frá Saratov-héraði í Rússlandi. Sérfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins segir að eitt þeirra vandamála sem notkun kvaðmanna feli í sér sé að ekki sé hægt að skipta þeim upp í smærri hópa. Samheldni smærri eininga sé lítil vegna skorts á leiðtogum og þjálfun.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. 1. janúar 2023 22:40