Ekki skjóta sendiboðann Valgerður Árnadóttir skrifar 1. janúar 2023 17:31 Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun