Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann! Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. janúar 2023 15:01 Þessi köttur virðist hissa á þessu öllu saman. Getty Images Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam. Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta. Dýr Kettir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Við þekkjum þetta öll. Kattafólkið segir okkur hvað kötturinn vill út frá nokkrum hjáróma mjálmum. Það eru hins vegar meiri líkur en minni á því að kattafólkið hafi ekki hugmynd um hvað kötturinn vill. Mjálmar nær eingöngu til að eiga samskipti við fólk Í rannsókn sem háskólinn í Mílanó á Ítalíu stóð fyrir var kannað hversu vel fólk gæti borið kennsl á hvað kettir vildu út frá mjálmi; spilaðar voru upptökur þar sem svangur köttur bíður eftir mat, þar sem manneskja lætur vel að ketti og þar sem köttur er hræddur í óþekktu umhverfi. Þátttakendum gekk heilt yfir mjög illa að greina á milli mjálmanna, og gilti þá einu hvort í hlut áttu kattaeigendur eða ekki. Mjálmið er reyndar nokkuð sem kötturinn notar eiginlega eingöngu í samskiptum við mannfólkið. Hann notar það í undantekningatilfellum við sína eigin líka, aðallega þegar hann er að leita maka eða merkja sér svæði. Talið er að þetta sé aðferð hans til að svara mannfólkinu þegar hann sér fólk beina tali sínu að sér, án þess að hann viti endilega hvað verið sé að segja við hann. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birt var á vísindavefnum Springer sýna að kettir gera sér grein fyrir því hvort verið sé að tala við þá eða við aðra manneskju. En bara þegar eigandinn talar. Ef einhver annar en eigandi þeirra talar í návist þeirra hafa þeir ekki hugmynd um hvort verið sé að tala við þá. Kötturinn ræður yfir ótrúlega mörgum hljóðum Annars er mjálm bara eitt af mörgum hljóðum sem kötturinn gefur frá sér. Engin kjötæta gefur frá sér eins fjölbreytt hljóð en talið er að kötturinn ráði yfir meira en 20 mismunandi hljóðum. Önnur rannsókn leiddi greinilega í ljós að kettir finna samstundis á sér hvort manneskja er kattavinur eður ei. Sé óvildarmaður katta í nágrenninu forðar kötturinn sér hið snarasta.
Dýr Kettir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira