Frelsið 2022 Hildur Sverrisdóttir skrifar 31. desember 2022 09:00 Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Leigubílar Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég mun seint þreytast á að að vera talsmaður hverskyns frelsismála hversu lítilvæg þau kunna að hljóma. Á umliðnu þingári var gleðilegt að ekki eingöngu voru fleiri frelsismál sett á dagskrá af ríkisstjórninni en yfirleitt heldur tóku þau undantekningalítið breytingum í frelsisátt eftir að þingið fékk þau í sínar hendur. Á síðasta degi ársins finnst mér við hæfi að stikla á þessum málum til að minna á að þau skipta máli. Frelsi á leigubílamarkaði Stærsta frelsismál ársins var án efa lög um sveigjanlegri umgjörð á leigubílamarkaði sem samþykkt var á lokadegi þingsins fyrir jól. Það var orðið augljóst hverjum sem sjá vildi að breytingar á núverandi kerfi leigubílamarkaðar voru nauðsynlega. Þau sem hafa reynt að panta leigubíl á undanförnum misserum vita að það liggur við neyðarástandi í greininni. Frumvarpið var því fagnaðarefni og ekki síst þær breytingar sem voru unnar á þinginu í frelsisátt, allt frá starfsstöðvum til gjaldmæla sem sporna við aðgangshindrunum á leigubílamarkaðnum og munu án efa bæta þjónustuna og færa í nútímalegra horf með þeirri samkeppni og tækifærum sem breytingarnar opna á. Hvað með börnin? Frelsismálin svokölluðu eiga það oft sameiginlegt að vera málsvarar ýmissa lasta og talin ýmist hættuleg eða ógn við lýðheilsu. Það er nú samt þannig í mannheimum að það er ýmislegt undir sólinni sem er kannski ekki æskilegast okkur - og jafnvel flest - en verður að finna flöt á að eigi sinn tilverurétt eins og allir mismunandi litir litrófsins. Þar má fyrst nefna brugghúsmálið sem bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja vörur sínar á framleiðslustað. Þingið steig þó stærra frelsisskref og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Það mál var frábært skref í átt að meira frelsi í áfengislöggjöfinni, sérstaklega þar sem netverslunarfrumvarpið sem ég lagði fram um sjálfsagt jafnræði í netsölu áfengis fyrir innlend fyrirtæki fékk ekki framgöngu á árinu en liggur nú fyrir ríkisstjórninni. Önnur mál sem verður að finna annan flöt á en að einfaldlega banna þau eru bragðefni nikótínvara. Á vorþingi lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp sem bannaði nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Það fékk vægast sagt hörð viðbrögð á þinginu um að þarna væri of langt seilst í að hefta valfrelsi fullorðins fólks á löglegri neysluvöru og var í kjölfarið breytt í vinnu þingsins. Á síðustu dögum fyrir jólafrí kom svo upp annað mál frá heilbrigðisráðherra sem innleiðingarmál EES þar sem banna á mentol bragð í tóbaki. Ég gerði að umtalsefni við fyrstu umræðu málsins að rökin við slíku banni væru vægast sagt rýr og það væri hæpið að setja bláan Capri í sama flokk og t.a.m. jarðaberjasígarettur. Ég vona að þetta verði í kjölfarið tekið til endurskoðunar í meðförum nefndarinnar á málinu. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Mál sem stendur mér nærri sem ég lagði fram um að afmá úreltar og óþarfar reglur sem tálma tækifærum fólks í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum fékk að komast í meðferð velferðarnefndar og er þar enn í vinnslu. Málið sýndi strax mikinn frelsisvilja þingheims þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru með mér á málinu. Það verður vonandi til þess að það verði samþykkt svo sambúðarslit eða andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks takmarki ekki hverjir geti sótt sér aðstoð tæknifrjóvgana. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ Í málamiðlunum stjórnmálanna er frelsisröddin nauðsynlegur þáttakandi og kom að miklu gagni við að koma málum í meiri frelsisátt á umliðnu þingári. Það er nauðsynlegt þó það sé ekki til annars er að halda til haga að fólki sé treyst fyrir eigin lífi og tækifærum án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Frelsismálin eru þó þau mál sem helst er sagt um að skipti litlu eða engu máli og mæta iðulega gagnrýni í þá veru að þau séu ekki nógu mikilvæg til að eyða dýrmætum tíma Alþingis í þegar önnur og meira aðkallandi mál bíða. „Er þetta nú mikilvægasta málið á þingi?“ er iðulega að finna í kommentakerfum þegar birtast fréttir af frelsismálum í þingheimi. Hverjum sem er er auðvitað frjálst að hafa skoðun á því hvað stjórnmálamenn verja tíma sínum í að berjast fyrir. Það er þó vel þess virði að hafa í huga að Alþingi er í fyrsta lagi skipulagt á þann hátt að vel er hægt að stússast í mörgum og mismerkilegum málum á sama tíma. Í öðru lagi er það nú svo að ef við látum frelsismálin alltaf sitja á hakanum sem ómerkileg aukaatriði þá muni smám saman kvarnast af frelsinu og það veikist eða verði að engu eins og er með allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Ég vona að næsta ár verði enn betra frelsisár fyrir okkur öll og óska lesendum gleðilegs árs - á hvern þann hátt sem þið kjósið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun