Eldur á Landspítala Steinunn Þórðardóttir skrifar 30. desember 2022 17:01 Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar