Gleði og sorg á tímum vantrúar Skúli Ólafsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun