Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 14:48 Ráðhúsið í Kherson er á meðal þeirra bygginga sem eru nú rústir einar eftir árásir Rússa. Getty/Ihor Pedchenko Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11