Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 09:54 Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, segir að ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Aðsend Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur. Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira
Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur.
Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Sjá meira