Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 09:54 Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, segir að ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Aðsend Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur. Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur.
Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira