Ugla tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2022 20:05 Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. Helga Einarsdóttir Læðan Ugla er mögnuð kisa og mikil móðir því hún tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó. Ugla mjólkar vel fyrir kettlingana og er dugleg að þvo þeim að sinna á allan annan hátt. Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira