„Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 23:00 Aron Pálmarsson er á leið frá Álaborg til FH. Álaborg Þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason hringdu til Danmerkur í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastinu. Þar ræddu þeir við Rasmus Boysen, einn helsta handboltasérfræðing heims um heimkomu Arons Pálmarssonar. „Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur. Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart fyrir danska handboltaaðdáendur,“ sagði Rasmus í samtali við þá félaga. „Aron er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður fyrir Álaborg sem er mjög metnaðarfullt félag og Aron á auðvitað eitt ár eftir af samningi sínum. Þannig að þetta kom á óvart þegar maður heyrði af þessu, en þegar maður heyrir ástæðuni fyrir því af hverju hann er að fara frá Álaborg og til Íslands þá skilur maður þessa ákvörðun hans,“ bætti Rasmus við, en Aron hefur sagt frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun til að vera nær dóttur sinni sem er búsett hér á landi. Stórt nafn að yfirgefa stórt lið Þá segir Rasmus að mikið hafi verið fjallað um ákvörðun Arons í dönskum miðlum, enda sé stórt nafn að yfirgefa stórt lið. „Þetta er búin að vera stórfrétt í dönsku miðlunum. Handbolti er mjög stór íþrótt í Danmörku og Aron er stórleikmaður í stóru liði, bæði í dönskum og evrópskum handbolta. En eins og ég sagði áðan þá voru allir mjög hissa. En maður sá á samfélagsmiðlunum hjá Álaborg að stuðningsmenn liðsins skildu af hverju Aron vildi fara, en þeir voru líka mjög ósáttir með það.“ Mun líklega ekki koma niður á spiltímanum Þrátt fyrir að Aron sé nú á leið frá Álaborg áður en samningi hans er lokið telur Rasmus ekki að það muni hafa áhrif á spiltíma hans hjá félaginu. „Nei það held ég ekki. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er Álaborg ekki í þeirri stöðu núna að þeir geti hunsað stjörnur eins og Aron. Liðið er búið að eiga erfitt uppdráttar fyrri helming tímabilsins. Þeir áttu gott tímabil í fyrra, en hafa verið í veseni í ár. Mér finnst Aron hafa spilað mjög vel undanfarna mánuði þannig ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á spiltíma hans.“ Meðal þriggja bestu leikmanna heims upp á sitt besta Við Íslendingar höfum lengi litið á Aron sem einn besta handboltamann heims, enda hefur hann spilað með bestu liðum heims um áraraðir og unnið allt sem hægt er að vinna. En hvar setur Rasmus hann á listann yfir bestu handboltamenn heims? „Þegar hann var upp á sitt allra besta var hann meðal fimm bestu í heimi, jafnvel meðal þriggja bestu. Hann var aldrei sá allra besti, en meðal þeirra bestu. Hann er leikmaður sem steig alltaf upp í mikilvægum leikjum.“ „Hann er frábær leikmaður sem er enn mjög góður, en ekki í heimsklassa lengur. Hann er enn mjög, mjög góður, en ekki á lista yfir tíu bestu leikmenn heims lengur því mér finnst hann ekki hafa verið jafn stöðugur í Danmörku eins og hann var í Barcelona. Þannig eins og ég segi, mjög góður leikmaður, en ekki meðal tíu bestu lengur.“ Þá segir Rasmus að Aron hafi verið upp á sitt besta á tíma sínum hjá Kiel. „Hjá Kiel held ég. Það hjálpaði honum auðvitað að hann spilaði með mjög góðu liði, sem hann gerði auðvitað líka hjá Barcelona, en samkeppnin á milli leikmanna í Kiel á þessum tíma var mun meiri. Mér fannst hann líka betri með landsliðinu þegar hann var að spila hjá Kiel,“ sagði Rasmus að lokum. Viðhafnarútgáfu Handkastsins má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en strákarnir hringja í Rasmus eftir um 28 mínútur.
Handbolti Handkastið Danski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni