Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 19:00 Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Vísir/Egill Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum. Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01