Renars var fæddur árið 2000 og því aðeins 22 ára að aldri.
Umfangsmikil leit hófst að beiðni aðstandenda hans að kvöldi 15. desember. Leitað var með drónum, gangandi og með sporhundum nokkuð stórt svæði í kring um bílinn og svæðið milli Þjórsár og Hólsár inn í landið og fjöruleit beggja vegna við það svæði. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslu við leitina daginn eftir.

Björgunarsveitir hafa undanfarna daga leitað ströndina allt frá Þorlákshöfn og austurum ásamt því að áhafnir þyrlu Landhelgisgæslu hafa leita úr lofti og nú síðast í dag frá Knarrarósvita að Hjörleifshöfða en án árangurs, að því er segir í tilkynningu á vef lögreglunnar.
Áformað er að farnar verði eftirlitsferðir á leitarsvæðinu eftir því sem veðurfarslegar aðstæður og snjóalög leyfa á næstunni.