Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 11:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur legið í flensu undanfarið en lét sig ekki vanta í Karphúsið í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum: Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum:
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira