Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 11:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur legið í flensu undanfarið en lét sig ekki vanta í Karphúsið í dag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum: Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundinum lauk um ellefuleytið í morgun. Efling lagði fram tilboð til SA í aðdraganda fundarins. Halldór Benjamín segir liðsmenn SA hafa hlustað á kynningu Eflingar þar sem hafi verið farið ítarlega yfir tilboðið. Þau hafi á móti útskýrt að trúnaður SA liggi hjá fólkinu í landinu. Hann segir að SA hafi þegar gengið frá samningum við áttatíu þúsund launamenn hringinn í kringum landið. Þeir samningar hafi verið samþykktir með afdráttarlausum hætti. Því liggi trúnaður SA hjá fólkinu í landinu og samningar við það muni mynda grunn að öllum kjarasamningum SA. Geta ekki hvikað frá línunni Halldór Benjamín segir að tilboð Eflingar víki í öllum meginatriðum út frá þeim línum sem lagðar hafa verið í kjarasamningum við önnur stéttarfélög. Frá þeim línum geti ekki SA ekki hvikað. „Á þeim grunni lýsti ég því yfir, með mjög afdráttarlausum hætti, að það tilboð sem lagt var fram gæti aldrei orðið grundvöllur að kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann. Halldór Benjamín segir að heildakostnaðarmat tilboðs Eflingar sé umtalsvert hærra en sést í öðrum kjarasamningum, hvaða verkalýðsleiðtogi á landinu sem er geti staðfest það. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hærri kanturinn í tilboði Eflingar væri svipaður og í samningum VR og SGS. „Sú túlkun stenst ekki mjög mikla skoðun,“ segir Halldór Benjamín, inntur eftir viðbrögðum við þeirri fullyrðingu. Vilja semja sem fyrst Halldór Benjamín segir að yfirlýst markmið SA sé að semja við Eflingu og það sem allra fyrst. Forsenda þess kjarasamnings sé þó áþekkt eða sama kostnaðarmat og lagt var til grundvallar í SGS-samningnum. Alveg sjálfsagt sé þó sýna útsjónarsemi til þess að koma til móts við einstaka stéttarfélög. Heimir Már Pétursson ræddi við Halldór Benjamín að fundi loknum:
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira