Aron: Nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Aron Pálmarsson með Rebekku dóttur sinni en hann vill fá að fylgjast með henni vaxa úr grasi heima á Íslandi. Instagram/@aronpalm Bæði Álaborg og Aron Pálmarsson sjálfur hafa nú staðfest heimkomu sigursælasta íslenska handboltamannsins á erlendri grundu. Aron klárar bara tvö af þremur tímabilum af samningi sínum við Álaborgarliðið og kemur heim næsta sumar. Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót. Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Aron Pálmarsson tjáir sig um stærstu frétt morgunsins á samfélagsmiðlum en hann er nú að koma heim til að taka þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í janúar. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) Aron segir meðal annars að hann sé ekki kominn heim til að enda handboltaferilinn og ætlar sér því stóra hluti með FH á komandi árum. Álaborg sagði að Aron væri að fara heim vegna persónulegra ástæðna og Aron staðfestir það líka í stuttum pistli sínum á Instagram. „Eftir 14 ár í atvinnumennsku hef ég ákveðið að koma heim næsta sumar. Árin mín í atvinnumennsku hafa verið frábær tími og gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef unnið allt sem hægt er að vinna og fengið að upplifa augnablik og aðstæður sem ég mun aldrei gleyma. Ég hef spilað með bestu leikmönnum veraldar og stærstu klúbbum heims. Fyrir það er ég gríðarlega þakklátur,“ skrifaði Aron og fer síðan nánar út í ástæðurnar fyrir heimkomu sinni. „En nú er kominn tími á að flytja heim og vera nær fjölskyldunni minni. Ég hef verið atvinnumaður tæplega helming ævi minnar. Dóttir mín er að hefja skólagöngu og ég hlakka til að verja meiri tíma með henni. Ég finn að þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að koma heim þar sem ræturnar liggja,“ skrifaði Aron. „Ég er ekki að koma heim til að enda ferilinn sem handboltamaður, ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á, bara heima á Íslandi,“ skrifaði Aron. Aron endar síðan að tala um spennandi tíma hjá íslenska landsliðinu en hann sem fyrirliði þess mun leiða liðið inn á heimsmeistaramótið í janúar. Íslenska liðið hefur sjaldan litið betur út en einmitt fyrir þetta mót.
Handbolti Landslið karla í handbolta FH Hafnarfjörður Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira