Aron á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 07:44 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin tvö ár. vísir/hulda margrét Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september. Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Hafnfirðingurinn verður bara tvö ár hjá Álaborg en ekki þrjú eins og til stóð. Hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona í fyrra. Öruggar heimildir íþróttadeildar herma að Aron sé á heimleið og gangi í raðir FH. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, greindi einnig frá þessu á Twitter í gærkvöldi. Aron verður kynntur sem leikmaður FH á blaðamannafundi síðdegis. Update: Aron Pálmarsson verður tilkynntur leikmaður FH á morgun. Hann gengur til liðs við liðið næsta sumar. Ég hef ekki hugmynd afhverju. En þetta eru stærstu fréttir í íslenskum handbolta síðan hvenær ? https://t.co/VMCcJdjW59— Arnar Daði (@arnardadi) December 21, 2022 Aron lék síðast með FH tímabilið 2008-09. Hann var þá valinn besti ungi leikmaður efstu deildar og besti sóknarmaður hennar. Eftir tímabilið gekk hann í raðir Kiel þar sem hann lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Auk Kiel, Álaborgar og FH hefur hinn 32 ára Aron leikið með Veszprém í Ungverjalandi og Barcelona á Spáni. Hann er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar og hefur meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Arons er fyrir FH enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims undanfarinn áratug. Aron er á leið á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi en hann hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna 2020. Hann hefur leikið 148 landsleiki og skorað í þeim 576 mörk. FH er í 2. sæti Olís-deildarinnar með nítján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik síðan gegn Valsmönnum 23. september.
Olís-deild karla FH Danski handboltinn Hafnarfjörður Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni