„Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:22 Benedikt Þór Guðmundsson kemur að skipulagninu Vetrarsólstöðugöngu Píetasamtakanna sem fram fer í kvöld Í kvöld, 21. desember fer fram árleg Vetrarsólstöðuganga Píetasamtakanna. Aðstandendur og syrgjendur koma saman og minnast ástvina sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan er tákræn að því leiti að dimmasti dagur ársins er í dag en á morgun fer að birta til. Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Gengið verður frá húsnæði Kynnisferða, Klettagörðum 12, að vitanum við Skarfagarða. Búið er að koma upp plexigleri við vitann þar sem hægt er að skrifa kveðjur til ástvina. „Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvenr sem kemur á að ástin er eilíf,“ að því er segir á vef Píeta samtakanna. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Benedikt Þór Guðmundsson viðburðarstjórnandi hjá Píetasamtökunum segist viðburðinn snúast um góða samveru og fallega tónlist. „Þetta er táknrænn dagur. Dagurinn verður ekki dimmari en í dag en á morgun fer að birta. Við förum saman úr myrkrinu í ljósið,“ segir hann. Hér er dagskrá kvöldsinsFacebook/Píeta samtökin Húsið opnar klukkan 19. Ragnheiður Gröndal og eiginmaður hennar, Guðmundur Pétursson munu flytja nokkur af sínum bestu lögum. Þá munu forseti Íslands, Guðni Th og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Gangan út að Skarfavita hefst klukkan 20. Benedikt Þór segir undanfarna daga og vikur hafa verið þunga hjá samtökunum og talsvert álag. Hann býst við góðri þátttöku í kvöld og hvetur fólk til að mæta. „Það eru allir velkomnir. Veðurspáin er góð en við mælum með að klæða sig vel. Úlpa, húfa, vettlingar og kærleikurinn.“ Gangan verður einnig á Norðurlandi þar sem gengið verður að Svalbarðsvita. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Píetasamtakanna. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. 21. október 2021 09:35