Andskotans fokking fokk Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2022 09:31 Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. Þegar allt var búið að vera í „steik,“ í borginni heila helgi mætir formaður umhverfis- og skipulagsráðs, borgarfulltrúinn Alexandra Briem, í beina útsendingu RÚV á sunnudagskvöld og segir m.a. þetta: „Svo er stefnan að fara í að taka húsagötur síðdegis í dag og í kvöld.“ Já, einmitt! Ekki gekk það nú eftir enda alltof fá snjóruðningstæki að störfum. Spurning um að Dagur og félagar hringi í nágrannasveitarfélögin og spyrji hvernig hægt sé að verða sér út um snjóruðningstæki. Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt. En það er líklega borin von að úr þessu rætist, en í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali mátti líka heyra fulltrúa borgarinnar segja þetta: „Við erum með stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá erum við taka inn þessar lexíur frá því í fyrra…“ Nei, þið hafið ekkert lært. Ástandið hefur ekki batnað, það sjá það allir. Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti á Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin. Sá sem þetta ritar er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík (póstnúmer 113) og því nærtækast að nefna hverfið sem dæmi um ömurlega þjónustu hvað viðvíkur snjómokstri. Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu. Um helgina myndaðist slóði sunnan megin Haukdælabrautar og þá var hægt að komast út úr hverfinu við illan leik. Að mæta þar bíl sem kom úr gangstæðri átt var að sjálfsögðu vonlaust. Á sama tíma var kolófært norðan Haukdælabrautar við hina akstursleiðina út úr hverfinu. Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa? Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar