Mannvonskan hefur engin takmörk Einar Helgason skrifar 20. desember 2022 16:31 Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. Svo mjög fann maður til með þessari sómakonu og þessari mannvonsku sem hún upplýsti að væri í vændum hjá okkur sjálfstæðum Íslendingum. Haldiði að þessi illfygli þarna hjá Evrópusambandinu séu ekki búnir að koma sér saman um það að banna bláan Capri og aðrar þær sígarettutegundir sem eru með mentol bragði. Og þetta ætla þeir að gera þrátt fyrir að Hildur hafi það alveg á hreinu að það sé engin rök fyrir því að mentolsígarettur geti valdið því að börn og unglingar byrji að reykja. Auðvita hefðu þeir hætt við þetta í snarhasti ef þeir hefðu bara haft vit á því að spyrja Hildi. En líklegast er það of seint um rass gripið því heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB um þetta efni þrátt fyrir öflugan ræðuflutning Hildar á þinginu. En þá erum við komin að því hvaða skelfilegar afleiðingar það hefur fyrir Íslenska þjóð ef þetta verður að lögum hér á landi. Í fyrsta lagi myndu allir saumaklúbbar sem til eru í landinu verða óstarfhæfir að sögn Hildar vegna þess að í þeim félagsskap er aðalstuðið að fara út á svalir og reykja saman mentolsígarettur. Í öðru lagi er það ótækt með öllu að þessi klúbbur þarna í Brussel skuli vera að skikka okkur fullvalda og sjálfstæða þjóð til þess að taka upp einhver ólög sem allir sjá að er tómur fíflaskapur. Auðvita sér það engin betur en Hildur Sverrisdóttir og hennar skoðanasystkyni á þingi. Já það er ekki ofsögum sagt að það stingi í hjartað að verða vitni að þvílíkri ósvífni sem þarna er á ferðinni. Ætli það geti verið að þeir skammist sín ekkert þessir karlar þarna úti í Brussel sem semja svona ólög og demba á okkur sjálfstæða Íslendinga. Héldu þeir virkilega þegar við gerðum þeim þann heiður að vera aukaaðilar að ESB að við myndum kokgleypa alla bölvaða vitleysuna sem þeir semja þarna í koldimmum kjöllurunum þarna úti. Auðvita veit Hildur eins réttsýn manneskja og hún er að sumt sem hefur komið þarna úr kjöllurunum hefur komið sér ágætlega fyrir okkur. Við getum til dæmis flögrað um alla Evrópu og búið hvar sem er án þess að tala við kóng né prest. Við getum líka fengið okkur vinnu á svæðinu og eða stofnað fyrirtæki hindrunarlaust. Svo tekur varla að nefna þetta skíterý eins og flæða með allar okkar fiskafurðir inn á Evrópskan markað og njóta þar ákveðinna tollfríðinda. En auðvita þarf ég ekkert að tíunda þessi atriði fyrir Hildi Sverrisdóttir hún veit þetta eflaust. Ég er líka viss um að hún veit líka um þessa sameiginlegu heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða fyrir alla sem búa á svæðinu. Það reyndar hefur komið sér sérstaklega vel fyrir þau gamalmenni sem flúið hafa Ísland vegna þess að það getur ekki lifað af ellilaununum. Og ég þori líka að hengja mig upp á það að hún kannast líka við þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur það mest á samviskunni. Já það er vandlifað í þessari veröld þegar óréttlætið keyrir um þverbak. Hugsið ykkur að sitja alsaklausir og sjálfstæðir þarna á ganginum fyrir utan fundarherbergið í Brussel þegar hurðin opnast og það er kastað í hausinn á okkur bann við bláum Capri. Lengra verður varla gengið í ósvífninni við sjálfstæða þjóð. Ekki nóg með það, þeir virðast ekki taka eftir okkur þegar við reynum að vekja athygli þeirra á því að þetta sé nú einum of langt gengið. Það er náttúrlega ekkert nema skandall að við þurfum að beygja okkur fyrir þessum tæplega þrjátíu ósjálfstæðum þjóðum sem sitja við fundarborðið og semja þessi ólög. Þar að auki taka þeir ekki eftir okkur þegar við reynum að mótmæla þarna á ganginum. Og nú eru góð ráð dýr. Kannski væri ráðið að Hildur skellti sér bara til Brussel og stæði fyrir nokkurskonar búsáhaldabyltingu á ganginum þarna í kjallaranum. Það gæti virkað bara ef Hildur tekur með sér pott og sleif til þess að berja í pottinn. Svo auðvita verðum við bara að passa okkur að fara ekki inn í fundarherbergið því þá missum við Íslendingar sjálfstæðið. Höfundur er fyrrverandi sendlabílstjóri og núverandi eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. Svo mjög fann maður til með þessari sómakonu og þessari mannvonsku sem hún upplýsti að væri í vændum hjá okkur sjálfstæðum Íslendingum. Haldiði að þessi illfygli þarna hjá Evrópusambandinu séu ekki búnir að koma sér saman um það að banna bláan Capri og aðrar þær sígarettutegundir sem eru með mentol bragði. Og þetta ætla þeir að gera þrátt fyrir að Hildur hafi það alveg á hreinu að það sé engin rök fyrir því að mentolsígarettur geti valdið því að börn og unglingar byrji að reykja. Auðvita hefðu þeir hætt við þetta í snarhasti ef þeir hefðu bara haft vit á því að spyrja Hildi. En líklegast er það of seint um rass gripið því heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB um þetta efni þrátt fyrir öflugan ræðuflutning Hildar á þinginu. En þá erum við komin að því hvaða skelfilegar afleiðingar það hefur fyrir Íslenska þjóð ef þetta verður að lögum hér á landi. Í fyrsta lagi myndu allir saumaklúbbar sem til eru í landinu verða óstarfhæfir að sögn Hildar vegna þess að í þeim félagsskap er aðalstuðið að fara út á svalir og reykja saman mentolsígarettur. Í öðru lagi er það ótækt með öllu að þessi klúbbur þarna í Brussel skuli vera að skikka okkur fullvalda og sjálfstæða þjóð til þess að taka upp einhver ólög sem allir sjá að er tómur fíflaskapur. Auðvita sér það engin betur en Hildur Sverrisdóttir og hennar skoðanasystkyni á þingi. Já það er ekki ofsögum sagt að það stingi í hjartað að verða vitni að þvílíkri ósvífni sem þarna er á ferðinni. Ætli það geti verið að þeir skammist sín ekkert þessir karlar þarna úti í Brussel sem semja svona ólög og demba á okkur sjálfstæða Íslendinga. Héldu þeir virkilega þegar við gerðum þeim þann heiður að vera aukaaðilar að ESB að við myndum kokgleypa alla bölvaða vitleysuna sem þeir semja þarna í koldimmum kjöllurunum þarna úti. Auðvita veit Hildur eins réttsýn manneskja og hún er að sumt sem hefur komið þarna úr kjöllurunum hefur komið sér ágætlega fyrir okkur. Við getum til dæmis flögrað um alla Evrópu og búið hvar sem er án þess að tala við kóng né prest. Við getum líka fengið okkur vinnu á svæðinu og eða stofnað fyrirtæki hindrunarlaust. Svo tekur varla að nefna þetta skíterý eins og flæða með allar okkar fiskafurðir inn á Evrópskan markað og njóta þar ákveðinna tollfríðinda. En auðvita þarf ég ekkert að tíunda þessi atriði fyrir Hildi Sverrisdóttir hún veit þetta eflaust. Ég er líka viss um að hún veit líka um þessa sameiginlegu heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða fyrir alla sem búa á svæðinu. Það reyndar hefur komið sér sérstaklega vel fyrir þau gamalmenni sem flúið hafa Ísland vegna þess að það getur ekki lifað af ellilaununum. Og ég þori líka að hengja mig upp á það að hún kannast líka við þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur það mest á samviskunni. Já það er vandlifað í þessari veröld þegar óréttlætið keyrir um þverbak. Hugsið ykkur að sitja alsaklausir og sjálfstæðir þarna á ganginum fyrir utan fundarherbergið í Brussel þegar hurðin opnast og það er kastað í hausinn á okkur bann við bláum Capri. Lengra verður varla gengið í ósvífninni við sjálfstæða þjóð. Ekki nóg með það, þeir virðast ekki taka eftir okkur þegar við reynum að vekja athygli þeirra á því að þetta sé nú einum of langt gengið. Það er náttúrlega ekkert nema skandall að við þurfum að beygja okkur fyrir þessum tæplega þrjátíu ósjálfstæðum þjóðum sem sitja við fundarborðið og semja þessi ólög. Þar að auki taka þeir ekki eftir okkur þegar við reynum að mótmæla þarna á ganginum. Og nú eru góð ráð dýr. Kannski væri ráðið að Hildur skellti sér bara til Brussel og stæði fyrir nokkurskonar búsáhaldabyltingu á ganginum þarna í kjallaranum. Það gæti virkað bara ef Hildur tekur með sér pott og sleif til þess að berja í pottinn. Svo auðvita verðum við bara að passa okkur að fara ekki inn í fundarherbergið því þá missum við Íslendingar sjálfstæðið. Höfundur er fyrrverandi sendlabílstjóri og núverandi eftirlaunaþegi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun