Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 15:10 Frá Borgarstjórnarfundi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu gagnrýnt áform Ljósleiðarans, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða. Tilkynnt var um að Ljósleiðarinn og Sýn ætti í einkaviðræðum um söluna. Stjórn OR heimilaði í síðustu viku stjórn Ljósleiðarans að ganga frá samningunum. Kjartan freistaði þess að fá málið til umræðu á borgarstjórnarfundi, sem nú stendur yfir. Forsætisnefnd borgarinnar hafnaði þeirri beiðni á föstudaginn og var ákvörðun nefndarinnar staðfest eftir umræðu við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Sakaði meirihlutann um einræðistilburði Í umræðum um málið á borgarstjórnarfundi sakaði Kjartan borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisn um að setja á umræðubann um málefni Ljósleiðarans. „Borgarstjórnarmeirihlutinn, þrátt fyrir orð forseta hér áðan, hefur enga heimild til að hafna því að löglega framborið mál sé sett á dagskrá borgarstjórnarfundar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku, umræðubann í borgarstjórn Reykjavíkur. Með slíku banni gerist meirihlutinn sekur um valdníðslu og einræðistilburði,“ sagði Kjartan. Benti Kjartan á að heimilt væri að ræða tiltekin málefni fyrir luktum dyrum ef þau teldust viðkvæm. Það hafi meirihlutinn hins vegar ekki kosið að gera. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er greinilegt að hann telur málefni Orkuveitunnar og Ljósleiðarans þoli ekki dagsins ljós.“ Benti Kjartan á að um væri að ræða margra milljarða króna fjárfestingu utan skilgreinds starfssvæðis Orkuveitunnar. Mikilvægt væri að fram fari umræða á vettvangi borgarstjórnar um umræddan samning. Orðræðan kom á óvart Nokkur umræða fór fram um málið við upphaf borgarstjórnarfundar. Svaraði Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, gagnrýni Kjartans og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafði tekið undir orð samflokksmanns síns. Sagði Einar að honum kæmi á óvart hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að beita sér í málinu. „Orðræðan hér í þessum síðustu tveimur ræðum frá borgarfulltrúum Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur er í besta lagi furðuleg og ber þess vitni að nú eigi að reyna að beita þessari gömlu taktík sem að flokkar gerðu hér, að gera allt tortryggilegt og sjá spillingu í hverju horni og hika ekki við það að nota stór og ljót orð. Gera fólki upp annarlegan ásetning. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Einar. Vísaði Einar til þess að sérstakur rýnihópur hafi verið stofnaður utan um fyrirhugaða hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar „Það sem að borgarfulltrúarnir vita báðir tveir er að borgarráð setti á fót sérstakan rýnihóp. Þar sem að allir flokkar í borgarstjórn geta farið sameiginlega yfir málið. Fá jafnan aðgang að trúnaðarupplýsingum. Geta óskað eftir öllum gögnum. Spurt spurninga. Leitt fyrir rýnihópinn gesti. Við lögðum upp með það að þessi rýnihópur myndi vinna málið af heiðarleika og í samvinnu. Hann var settur á fót til að tryggja aðgengi borgarfulltrúa að upplýsingum. Til þess að þeir geti metið stöðuna í samræmi við eðli málsins,“ sagði Einar. Bætti Einar við að þessi hópur væri enn að störfum og hafi ekki skilað af sér niðurstöðum. „Þess vegna vekur það undran að málið skuli vera fært hingað inn í borgarstjórn af því að málið er þannig vaxið að það er með viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, sem um er að ræða. Borgarfulltrúarnir vita báðir að um er að ræða viðkvæm viðskiptamál tveggja fyrirtækja þar sem er ekki hægt að ræða þau á opinberum vettvangi,“ sagði Einar. Horfa má á borgarstjórnarfundinn hér að neðan. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Borgarstjórn Reykjavík Sýn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira