Einn úr áhöfn taílenska herskipsins fannst á lífi Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 14:18 Einn sjóliða HTMS Sukhothai í Bangsaphan í gær. AP/Anuthep Cheysakron Björgunarlið fann einn sjóliða úr áhöfn taílensks herskips á lífi í gær, um hálfum sólarhring eftir að það sökk á aðfaranótt mánudags. Á þriðja tug manna er enn saknað en yfirvöld viðurkenna að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti um borð í skipinu. HTMS Sukhothai, 35 ára gömul korvetta, sökk með 105 manns um borð í stórsjó í Taílandsflóa á sunnudag. AP-fréttastofan segir að taílenski herinn hafi staðfest að 76 manns hafi verið bjargað, fimm hafi fundist látnir og 24 sé enn saknað. Sjóliðinn og líkin fimm fundust um sextíu kílómetrum frá þeim stað þar sem skipið sökk. Hann sást fljótandi í sjónum um miðjan dag í gær. Flutningaskip sem átti leið hjá bjargaði honum úr sjónum en herfreigáta flytur hann nú í land. Ástand hans er sagt slæmt. Vonir um að fleiri finnist á lífi fara nú þverrandi. Sjóherinn telur ólíklegt að nokkur gæti lifað lengur en tvo daga í sjónum. Fjögur stór herskip, flugvélar, þyrlur og drónar eru notaðir við leitina. Ekki hefur verið hægt að leita á minni fleyjum þar sem enn er vont í sjóinn á svæðinu. Þeir sem komust lífs af hafa sagt taílenskum fjölmiðlum að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti þar sem skipið var með gesti auk hefðbundinnar áhafnar. Herinn segir að vanalega séu 87 sjóliðar og foringjar um borð í skipinu. Taíland Tengdar fréttir Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
HTMS Sukhothai, 35 ára gömul korvetta, sökk með 105 manns um borð í stórsjó í Taílandsflóa á sunnudag. AP-fréttastofan segir að taílenski herinn hafi staðfest að 76 manns hafi verið bjargað, fimm hafi fundist látnir og 24 sé enn saknað. Sjóliðinn og líkin fimm fundust um sextíu kílómetrum frá þeim stað þar sem skipið sökk. Hann sást fljótandi í sjónum um miðjan dag í gær. Flutningaskip sem átti leið hjá bjargaði honum úr sjónum en herfreigáta flytur hann nú í land. Ástand hans er sagt slæmt. Vonir um að fleiri finnist á lífi fara nú þverrandi. Sjóherinn telur ólíklegt að nokkur gæti lifað lengur en tvo daga í sjónum. Fjögur stór herskip, flugvélar, þyrlur og drónar eru notaðir við leitina. Ekki hefur verið hægt að leita á minni fleyjum þar sem enn er vont í sjóinn á svæðinu. Þeir sem komust lífs af hafa sagt taílenskum fjölmiðlum að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti þar sem skipið var með gesti auk hefðbundinnar áhafnar. Herinn segir að vanalega séu 87 sjóliðar og foringjar um borð í skipinu.
Taíland Tengdar fréttir Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21