Þetta eru maraþon-hlaupararnir Alice Jepkemboi Kimutai og Johnstone Kibet Maiyo og spretthlauparinn Mark Otieno. Þeir tveir fyrstnefndu fengu báðir þriggja ára bann en sá síðastnefndi tveggja ára bann.
Otieno féll á lyfjaprófi áður en hann átti að keppa í undanriðlum í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra og fékk þar af leiðandi ekki að keppa.
Anabólíski sterinn methasterone greindist í sýni hans. Bann Otienos tók gildi á Ólympíuleikunum og gildir fram í júlí á næsta ári.
Bönn þeirra Kimutais og Maiyos tóku gildi í síðasta mánuði. Í sýni þess fyrrnefnda greindist testósterón og erythropoietin í sýni þess síðarnefnda.
Rúmlega fimmtíu kenískir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi að undanförnu. Kenía slapp við refsingu frá alþjóða frjálsíþróttasambandinu eftir að hafa heitið því að leggja baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun lið með 25 milljóna Bandaríkjadala fjárframlagi.