Sækjum fram á völlinn í orkuskiptunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 19. desember 2022 17:00 Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru eitt stærsta tækifæri Íslands. Minni mengun, meira orkuöryggi og möguleiki fyrir íslenskt atvinnulíf að selja vörur frá grænasta hagkerfi í heimi. Ef við náum að sækja fram þar á vandaðan máta, þá gæti gull orkuskiptanna verið í höfn. Gull sem slær enga aðra þjóð úr leik, heldur skapar hvatningu fyrir fleiri að spila með. Ísland er í forréttindastöðu. Við erum langt komin með orkuskiptin og eigum auðlindir og hugvit. Við höfum því möguleika á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um leiðina í mark samtímis því að vera í leiðtogahlutverki í orkuskiptum á heimsvísu. Orkustofnun leggur lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði. Umsjón Orkusjóðs, sem veitir árlega styrki til tuga verkefna til að hraða orkuskiptum; þátttaka í rammaáætlun; fræðsla um orkuskipti og bætta orkunýtni í gegnum Orkusetur; aðkoma að uppbyggingu innviða; og útgáfa leyfa til sjálfbærrar orkunýtingar eru dæmi um birtingarmyndir þess sem Orkustofnun fæst við. Nýverið gaf stofnunin út gagnvirkt Orkuskiptalíkan sem er öflugt greiningartól fyrir þessa vegferð og sýnaólíkar sviðsmyndir þess að betur má ef duga skal. Sú vinna undirstrikar að framundan eru mikilvægar ákvarðanir í tengslum við orkuskiptin. Grunnforsendur líkansins endurspegla núverandi hraða orkuskipta, án aukinna aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs. Gagnvirkni líkansins er síðan ætlað að gefa notandanum færi á að sjá í beinni hversu miklu hraðar við þurfum að hreyfa okkur til þess að ná markmiðum stjórnvalda til skemmri (2030) og lengri (2040) tíma og hvað það þýðir varðandi orkuþörf og samdrátt í losun. Þannig getur líkanið hjálpað stjórnvöldum og hagaðilum að útfæra aðgerðir, meta innviða- og orkuöflun, og efla samstarf með markvissari hætti. Í úrslitaleikjum orkuskiptanna reynir á samvinnu þvert á ólíka hagsmuni og hópa. Við þurfum að sækja fram ávöllinn og sýna sterka liðsheild í því verkefni. Tökum seiglu Messi okkur til fyrirmyndar og verum yfir sundrungu hafin. Við erum öll í íslenska landsliði orkuskiptanna og getum spilað saman af leikgleði, sóma og stolti - alla leið. Höfundur er orkumálastjóri.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun