Um helmingur þolenda kynferðisbrota verða fyrir broti af hálfu ókunnugra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 15:08 Um 19 prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Getty Um tvö prósent Íslendinga 18 ára og eldri urðu fyrir kynferðisbroti árið 2021, og í yfir helmingi tilvika hafði einhver þeim ókunnugur beitt ofbeldinu. Í sextán prósent tilvika var kynferðisofbeldið af hálfu „fyrrverandi maka“, sem var mögulegar núverandi maki þegar atvikið átti sér stað. Þetta kemur fram í könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfum til lögreglu sem lögð var fyrir landsmenn 18 ára og eldri í sumar. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa að rannsókninni. Spurningarnar sneru að reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa, og viðhorfi til lögreglu. Aldrei fleiri tilkynningar um kynferðisbrot Í niðurstöðum kemur fram að árið 2021 leituðu tuttugu og átta prósent landsmanna til lögreglu um aðstoð eða þjónustu. Um nítján prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Spurt var um reynslu af því að einhver deildi án leyfis kynferðislegu efni sem olli ama árið 2021. Um eitt prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir slíku og tvö prósent sögðust hafa fengið hótun um slíkt. Tæplega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða fjörtíu og sjö prósent sagðist frekar eða mjög öruggir í miðborg Reykjavíkur að kvöldlagi eða eftir miðnætti um helgar. Um sextíu prósent karla telja sig örugga og þrjátíu og fjögur prósent kvenna. Flestir ánægðir með þjónustu lögreglu Af þeim sem leituðu til lögreglu voru sjötíu og átta prósent frekar eða mjög ánægð með þjónustu/aðstoð lögreglu sem er aðeins lægra hlutfall en síðustu ár á undan. Flestir nýttu sér samfélagsmiðla til að hafa samband á Suðurnesjum, eða tuttugu og fjögur prósent og um tuttugu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hlutfallið einnig hátt hjá íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra þar sem átján til nítján prósent nýttu sér þessa leið. Almennt telja sjötíu og þrjú prósent Íslendinga lögreglu vera aðgengilega. Íbúar á Norðurlandi vestra telja lögreglu síst aðgengilega en í strjálbýli getur verið langt í næstu lögreglustöð. Mjög svipað hlutfall svarenda varð fyrir innbroti árið 2021 og fyrri ár, eða sjö prósent íbúa. Hins vegar urðu færri fyrir þjófnaði 2021 og 2020 miðað við fyrri ár, voru sex prósent 2021 og sjö prósent 2020, en allt upp í þrettán prósent landsmanna árin þar á undan. Um fjögur prósent urðu fyrir því að svikið var af þeim fé við kaup á vöru á netinu. Þá urðu sex prósent fyrir tilraun til slíks brots. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Í sextán prósent tilvika var kynferðisofbeldið af hálfu „fyrrverandi maka“, sem var mögulegar núverandi maki þegar atvikið átti sér stað. Þetta kemur fram í könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfum til lögreglu sem lögð var fyrir landsmenn 18 ára og eldri í sumar. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa að rannsókninni. Spurningarnar sneru að reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa, og viðhorfi til lögreglu. Aldrei fleiri tilkynningar um kynferðisbrot Í niðurstöðum kemur fram að árið 2021 leituðu tuttugu og átta prósent landsmanna til lögreglu um aðstoð eða þjónustu. Um nítján prósent Íslendinga tilkynntu kynferðisbrot til lögreglu sem áttu sér stað árið 2021. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Spurt var um reynslu af því að einhver deildi án leyfis kynferðislegu efni sem olli ama árið 2021. Um eitt prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir slíku og tvö prósent sögðust hafa fengið hótun um slíkt. Tæplega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða fjörtíu og sjö prósent sagðist frekar eða mjög öruggir í miðborg Reykjavíkur að kvöldlagi eða eftir miðnætti um helgar. Um sextíu prósent karla telja sig örugga og þrjátíu og fjögur prósent kvenna. Flestir ánægðir með þjónustu lögreglu Af þeim sem leituðu til lögreglu voru sjötíu og átta prósent frekar eða mjög ánægð með þjónustu/aðstoð lögreglu sem er aðeins lægra hlutfall en síðustu ár á undan. Flestir nýttu sér samfélagsmiðla til að hafa samband á Suðurnesjum, eða tuttugu og fjögur prósent og um tuttugu prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hlutfallið einnig hátt hjá íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra þar sem átján til nítján prósent nýttu sér þessa leið. Almennt telja sjötíu og þrjú prósent Íslendinga lögreglu vera aðgengilega. Íbúar á Norðurlandi vestra telja lögreglu síst aðgengilega en í strjálbýli getur verið langt í næstu lögreglustöð. Mjög svipað hlutfall svarenda varð fyrir innbroti árið 2021 og fyrri ár, eða sjö prósent íbúa. Hins vegar urðu færri fyrir þjófnaði 2021 og 2020 miðað við fyrri ár, voru sex prósent 2021 og sjö prósent 2020, en allt upp í þrettán prósent landsmanna árin þar á undan. Um fjögur prósent urðu fyrir því að svikið var af þeim fé við kaup á vöru á netinu. Þá urðu sex prósent fyrir tilraun til slíks brots.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira