Gengur betur næst? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 10:30 Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun