Skíðaveturinn hafinn fyrir norðan: Frostinu fagnað í fjallinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 20:36 Þessi starfsmaður Hlíðarfjalls tók forskot á sæluna og skíðaði af vaktinni niður í skíðahótelið í verðskuldað hádegishlé. Vísir/Tryggvi Frostið hefur verið ríkjandi á landinu og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni. Von er á snjókomu þannig að reikna má með hvítum jólum víða um land. Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frostinu fagnað. Kuldaboli hefur bitið landsmenn síðustu daga. Veturkonungur hefur fylgt kuldabolanum eins og Vestmannaeyingar geta borið vitni um. Fréttamaður leit við í Hlíðarfjalli í dag. Og snjórinn mun láta sjá sig víðar á næstu dögum. Gul veðurviðvörun er í gildi á Suður- og Vesturlandi frá kvöldinu í kvöld fram á morgun vegna lægðar sem færist nær landinu. Reiknað er með að þessari lægð fylgi snjókoma og þar sem ekkert annað en frost er í kortunum má gera ráð fyrir að jólin verði hvít víða um land. Eins og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu hefur frostið margvísleg áhrif á samfélagið. Það eru þó til staðir þar sem frostinu er ekki bara fagnað, það er nauðsynlegt. Forsenda fyrir rekstrinum. Kjöraðstæður fyrir skíðasvæði búin snjóbyssum Hlíðarfjall við Akureyri er einn slíkur staður. Þar er frostinu fagnað enda gerir kuldinn það að verkum að hægt var að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur. „Mjög gott frost og stilla. Það eru bara kjöraðstæður fyrir búnaðinn, að framleiða,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, þegar fréttamaður leit við í fjallinu í dag. Búnaðurinn sem um ræðir eru snjóframleiðsluvélar, svokallaðar snjóbyssur. Þær hafa verið í gangi allan sólarhringin í Hlíðarfjalli að undanförn, þökk sé frostinu. Án þeirra væri ekki hægt að opna skíðasvæðið í dag. Snjóbyssurnar hafa verið í gangi allan sólarhringinn síðustu daga.Vísir/Tryggvi Það eru nefnilega ekki nema tvær vikur liðnar frá því að útlitið var ekkert sérstaklega bjart, eftir einstaklega snjólítin og raunar hlýjann vetur. Það breytist með komu kuldabola. „Staðan er bara nokkuð góð núna. Hún var það ekki fyrir tveimur vikum. Þá bara sást í lyng hérna víða um fjall og sést sums staðar enn. En við erum með góðan snjóframleiðslubúnað og það er svo sannarlega að skila sér,“ segir Brynjar Helgi. Fagna snjóstormum Frekari snjór er í kortunum og ólíkt flestum landsmönnum fagna forsvarsmenn skíðasvæða þegar snjóstormar eru væntanlegar. „Já, við fögnum til dæmist að það er spáð stormi eftir helgina. Það eru kannski ekkir alir sem eru fegnir að fá hann en við mjög ánægð að fá snjóstorm því að það hentar okkar starfsemi mjög vel.“ Snjótroðararnir ýta snjónum sem hefur verið búinn til.Vísir/Tryggvi Skíðasvæðið var sem fyrr segir opnað í dag. Það þýðir að skíðavertíðin á hinu landsfræga skíðasvæði Akureyringa er að hefjast. „Já, það fer að verða allt klárt. Við ætlum að vera með opið á milli 16 og 19 í dag og svo bara hefðbundin opnun á morgun 10-16 og á sunnudag.“ Þannig að þetta er að bresta á? „Já, þetta er að bresta á. Ég ætla að farar að skella mér í skóna bara rétt fyrir fjögur.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. 16. desember 2022 15:32 Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Snjóbyssurnar koma sér vel Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. 12. desember 2022 07:00 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Kuldaboli hefur bitið landsmenn síðustu daga. Veturkonungur hefur fylgt kuldabolanum eins og Vestmannaeyingar geta borið vitni um. Fréttamaður leit við í Hlíðarfjalli í dag. Og snjórinn mun láta sjá sig víðar á næstu dögum. Gul veðurviðvörun er í gildi á Suður- og Vesturlandi frá kvöldinu í kvöld fram á morgun vegna lægðar sem færist nær landinu. Reiknað er með að þessari lægð fylgi snjókoma og þar sem ekkert annað en frost er í kortunum má gera ráð fyrir að jólin verði hvít víða um land. Eins og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu hefur frostið margvísleg áhrif á samfélagið. Það eru þó til staðir þar sem frostinu er ekki bara fagnað, það er nauðsynlegt. Forsenda fyrir rekstrinum. Kjöraðstæður fyrir skíðasvæði búin snjóbyssum Hlíðarfjall við Akureyri er einn slíkur staður. Þar er frostinu fagnað enda gerir kuldinn það að verkum að hægt var að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur. „Mjög gott frost og stilla. Það eru bara kjöraðstæður fyrir búnaðinn, að framleiða,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, þegar fréttamaður leit við í fjallinu í dag. Búnaðurinn sem um ræðir eru snjóframleiðsluvélar, svokallaðar snjóbyssur. Þær hafa verið í gangi allan sólarhringin í Hlíðarfjalli að undanförn, þökk sé frostinu. Án þeirra væri ekki hægt að opna skíðasvæðið í dag. Snjóbyssurnar hafa verið í gangi allan sólarhringinn síðustu daga.Vísir/Tryggvi Það eru nefnilega ekki nema tvær vikur liðnar frá því að útlitið var ekkert sérstaklega bjart, eftir einstaklega snjólítin og raunar hlýjann vetur. Það breytist með komu kuldabola. „Staðan er bara nokkuð góð núna. Hún var það ekki fyrir tveimur vikum. Þá bara sást í lyng hérna víða um fjall og sést sums staðar enn. En við erum með góðan snjóframleiðslubúnað og það er svo sannarlega að skila sér,“ segir Brynjar Helgi. Fagna snjóstormum Frekari snjór er í kortunum og ólíkt flestum landsmönnum fagna forsvarsmenn skíðasvæða þegar snjóstormar eru væntanlegar. „Já, við fögnum til dæmist að það er spáð stormi eftir helgina. Það eru kannski ekkir alir sem eru fegnir að fá hann en við mjög ánægð að fá snjóstorm því að það hentar okkar starfsemi mjög vel.“ Snjótroðararnir ýta snjónum sem hefur verið búinn til.Vísir/Tryggvi Skíðasvæðið var sem fyrr segir opnað í dag. Það þýðir að skíðavertíðin á hinu landsfræga skíðasvæði Akureyringa er að hefjast. „Já, það fer að verða allt klárt. Við ætlum að vera með opið á milli 16 og 19 í dag og svo bara hefðbundin opnun á morgun 10-16 og á sunnudag.“ Þannig að þetta er að bresta á? „Já, þetta er að bresta á. Ég ætla að farar að skella mér í skóna bara rétt fyrir fjögur.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. 16. desember 2022 15:32 Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Snjóbyssurnar koma sér vel Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. 12. desember 2022 07:00 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. 16. desember 2022 15:32
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45
Snjóbyssurnar koma sér vel Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. 12. desember 2022 07:00
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35