Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 08:08 Hildur Sverrisdóttir og Willum Þór Þórsson. Þau eru ósammála um hvort banna eigi mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur. Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur.
Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent