Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 23:05 Úkraínskir hermenn skjóta á Rússa nærri Bakhmut í austurhluta landsins. AP/LIBKOS Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Herforinginn ræddi innrás Rússa í Úkraínu og hvað hann telur að geti gerst á næsta ári í viðtali við blaðamann Economist sem birt var í dag. Salúsjní ítrekaði að Úkraínumenn þyrftu fleiri skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og skotfæra. Salúsjní segir að stríðið hafi byrjaði árið 2014. Eftir átta ára átök skilji hann og aðrir hermenn stríð mjög vel. Þegar innrásin hófst í febrúar hafi hann og aðrir í hernum notað þá þekkingu sem þeir hafa öðlast frá 2014. „Mikilvægasta reynslan sem við höfum öðlast og við stundum nánast eins og trúarbrögð, er að Rússar og aðrir óvinir verða að vera drepnir. Bara drepnir og það er mikilvægt að við séum ekki hræddir við það og það erum við að gera.“ Þá segir hann að það sem hafi breyst í febrúar hafi verið umfang stríðsins. Þann 24. febrúar hafi víglínan breyst úr því að vera 403 kílómetra löng í að vera um 2.500 kílómetrar. „Við skildum að við vorum ekki nógu öflugir. Því þurftum við að dreifa smærri sveitum okkar svo við gætum beitt óhefðbundnum aðferðum til að stöðva innrásina,“ sagði Salúsjní. Innrásin var stöðvuð og síðan þá hafa Rússar hörfað frá svæðinu við Kænugarð, Kharkív-héraði og stórum hluta Kherson-héraðs. Salúsjní segir að Rússar séu að byggja upp nýjan her með um tvö hundruð þúsund mönnum sem hafi verið kvaddir í herinn og ætli sér að gera umfangsmikla árás á næsta ári. Herforinginn segir að þessi árás gæti átt sér stað strax í janúar en líklegra sé að af henni verði nær vorinu. „Ég er ekki í nokkrum vafa með að þeir muni gera aðra atlögu að Kænugarði,“ sagði Salúsjní við Economist. For us, for the military, the war began in 2014. Read our interview https://t.co/UMnvXWqtE6— The Economist (@TheEconomist) December 15, 2022 Segir þörf á meiri hergögnum Í millitíðinni segir herforinginn að Rússar reyni að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti gert eigin gagnárásir. Þess vegna sé barist víðsvegar á víglínunni, sem nú sé um 1.500 kílómetra löng. Salúsjní sagði að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að halda aftur af Rússum, því það væri mun erfiðara að reka þá á brott en að verjast þeim. Á meðan þeir verjist Rússum þurfi þeir einnig að undirbúa sig fyrir komandi árás sem Salúsjní á von á. „Ég veit að ég get sigrað þennan óvin en ég þarf hergögn,“ sagði Salúsjní. „Ég þarf þrjú hundruð skriðdreka, sex hundruð bryndreka, fimm hundruð fallbyssur. Þá held ég að það væri algerlega raunhæft að ná aftur línunum frá 23. febrúar.“ Salúsjní sagðist ekki geta sigrað Rússa með tveimur stórfylkjum (e. Brigade) en hann hefði það sem hann hefði. Hann sagðist þó sannfærður um að Úkraínumenn muni frelsa mun meira landsvæði. Hann sagði loftvarnir einnig gífurlega mikilvægar. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Rússar sagðir skorta skotfæri Ekki eru allir sammála Salúsjní um að von sé á umfangsmikilli árás Rússa. Ráðamenn og sérfræðingar á Vesturlöndum segja útlit fyrir að Rússar eigi í töluverðum vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið sitt og það muni koma verulega niður á getu þeirra til að sækja fram gegn Úkraínumönnum á komandi mánuðum. Rússar eru sagðir hafa reynt að kaupa skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota úr stórskotaliðsvopnum á hverjum mánuði og hafa vopnin reynst gífurlega mikilvæg í átökunum. Víða á Vesturlöndum er verið að auka framleiðslugetu á skotfærum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Auka umfang þjálfunar Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarískir hermenn myndu þjálfa fleiri úkraínska hermenn en gert hefur verið hingað til. Alls hafa Bandaríkjamenn þjálfað um 3.100 Úkraínumenn í notkun og viðhaldi vopnakerfa eins og stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfisins. Í janúar stendur til að byrja að þjálfa um fimm hundruð úkraínska hermenn á mánuði. AP fréttaveitan segir að þjálfunina eigi að nota til að byggja upp stóra herdeild og mun hún að miklu leyti snúa að því að þjálfun í því að sækja fram Úkraínskir hermenn hafa fengið þjálfun víða í Evrópu á undanförnum mánuðum. Sú þjálfun hefur að mestu snúið að notkun vopna sem bakhjarlar Úkraínu hafa sent til landsins og birgðaflutningum og skipulagi. Bretar hafa þar að auki þjálfað fjölda úkraínskra hermanna í grunnatriðum herþjónustu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Herforinginn ræddi innrás Rússa í Úkraínu og hvað hann telur að geti gerst á næsta ári í viðtali við blaðamann Economist sem birt var í dag. Salúsjní ítrekaði að Úkraínumenn þyrftu fleiri skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna og skotfæra. Salúsjní segir að stríðið hafi byrjaði árið 2014. Eftir átta ára átök skilji hann og aðrir hermenn stríð mjög vel. Þegar innrásin hófst í febrúar hafi hann og aðrir í hernum notað þá þekkingu sem þeir hafa öðlast frá 2014. „Mikilvægasta reynslan sem við höfum öðlast og við stundum nánast eins og trúarbrögð, er að Rússar og aðrir óvinir verða að vera drepnir. Bara drepnir og það er mikilvægt að við séum ekki hræddir við það og það erum við að gera.“ Þá segir hann að það sem hafi breyst í febrúar hafi verið umfang stríðsins. Þann 24. febrúar hafi víglínan breyst úr því að vera 403 kílómetra löng í að vera um 2.500 kílómetrar. „Við skildum að við vorum ekki nógu öflugir. Því þurftum við að dreifa smærri sveitum okkar svo við gætum beitt óhefðbundnum aðferðum til að stöðva innrásina,“ sagði Salúsjní. Innrásin var stöðvuð og síðan þá hafa Rússar hörfað frá svæðinu við Kænugarð, Kharkív-héraði og stórum hluta Kherson-héraðs. Salúsjní segir að Rússar séu að byggja upp nýjan her með um tvö hundruð þúsund mönnum sem hafi verið kvaddir í herinn og ætli sér að gera umfangsmikla árás á næsta ári. Herforinginn segir að þessi árás gæti átt sér stað strax í janúar en líklegra sé að af henni verði nær vorinu. „Ég er ekki í nokkrum vafa með að þeir muni gera aðra atlögu að Kænugarði,“ sagði Salúsjní við Economist. For us, for the military, the war began in 2014. Read our interview https://t.co/UMnvXWqtE6— The Economist (@TheEconomist) December 15, 2022 Segir þörf á meiri hergögnum Í millitíðinni segir herforinginn að Rússar reyni að koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti gert eigin gagnárásir. Þess vegna sé barist víðsvegar á víglínunni, sem nú sé um 1.500 kílómetra löng. Salúsjní sagði að Úkraínumenn þyrftu nauðsynlega að halda aftur af Rússum, því það væri mun erfiðara að reka þá á brott en að verjast þeim. Á meðan þeir verjist Rússum þurfi þeir einnig að undirbúa sig fyrir komandi árás sem Salúsjní á von á. „Ég veit að ég get sigrað þennan óvin en ég þarf hergögn,“ sagði Salúsjní. „Ég þarf þrjú hundruð skriðdreka, sex hundruð bryndreka, fimm hundruð fallbyssur. Þá held ég að það væri algerlega raunhæft að ná aftur línunum frá 23. febrúar.“ Salúsjní sagðist ekki geta sigrað Rússa með tveimur stórfylkjum (e. Brigade) en hann hefði það sem hann hefði. Hann sagðist þó sannfærður um að Úkraínumenn muni frelsa mun meira landsvæði. Hann sagði loftvarnir einnig gífurlega mikilvægar. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Rússar sagðir skorta skotfæri Ekki eru allir sammála Salúsjní um að von sé á umfangsmikilli árás Rússa. Ráðamenn og sérfræðingar á Vesturlöndum segja útlit fyrir að Rússar eigi í töluverðum vandræðum með skotfæri fyrir stórskotalið sitt og það muni koma verulega niður á getu þeirra til að sækja fram gegn Úkraínumönnum á komandi mánuðum. Rússar eru sagðir hafa reynt að kaupa skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Bæði Rússar og Úkraínumenn skjóta tugum þúsunda skota úr stórskotaliðsvopnum á hverjum mánuði og hafa vopnin reynst gífurlega mikilvæg í átökunum. Víða á Vesturlöndum er verið að auka framleiðslugetu á skotfærum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Auka umfang þjálfunar Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarískir hermenn myndu þjálfa fleiri úkraínska hermenn en gert hefur verið hingað til. Alls hafa Bandaríkjamenn þjálfað um 3.100 Úkraínumenn í notkun og viðhaldi vopnakerfa eins og stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfisins. Í janúar stendur til að byrja að þjálfa um fimm hundruð úkraínska hermenn á mánuði. AP fréttaveitan segir að þjálfunina eigi að nota til að byggja upp stóra herdeild og mun hún að miklu leyti snúa að því að þjálfun í því að sækja fram Úkraínskir hermenn hafa fengið þjálfun víða í Evrópu á undanförnum mánuðum. Sú þjálfun hefur að mestu snúið að notkun vopna sem bakhjarlar Úkraínu hafa sent til landsins og birgðaflutningum og skipulagi. Bretar hafa þar að auki þjálfað fjölda úkraínskra hermanna í grunnatriðum herþjónustu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10 Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07 Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Eldflaugaárásir gerðar á miðborg Kænugarðs Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi. 14. desember 2022 07:10
Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. 12. desember 2022 18:07
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04